Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flytja banda­ríska erind­reka frá Khartoum í skugga átaka

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun.

Byrjaði að leka nánast um leið og inn­rásin hófst

Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Olíu­sjóðurinn vill ekki gera olíu­fé­lag lofts­lags­vænna

Norski olíusjóðurinn ætlar að greiða atkvæði gegn ályktun um að breska olíufélagið BP setji sér metnaðarfyllri loftslagsmarkmið á hluthafafundi í næstu viku. Hópurinn sem stendur að ályktuninni segir sjóðinn ekki framfylgja eigin fjárfestingastefnu.

Fjöl­skylda þeirrar látnu stefnir Baldwin

Aðstandendur Halynu Hutchins, tökustjóra kvikmyndarinnar Rust, ætla að stefna Alec Baldwin þrátt fyrir að saksóknarar hafi fellt niður ákæru á hendur honum vegna dauða hennar. Lögmaður fjölskyldunnar segir leikarann ekki geta komið sér undan ábyrgð.

Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri

Stjórnvöld í Kreml hafa það sem yfirlýst markmið sitt að grafa undan stuðningi í Þýskalandi við málstað Úkraínu með því að leiða saman vinstri og hægri jaðrana í þarlendum stjórnmálum. Flokkar hvor á sínum jaðrinum hafa haldið sameiginlega viðburði gegn stríðinu í Þýskalandi að undanförnu.

Reyndi að stela hraðbanka

Maður sem virðist hafa reynt að stela hraðbanka í Hafnarfirði var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann.

Börn óku um á gröfu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að börn léku sér í gröfu í gær. Börnin voru sögð hafa kveikt á gröfunni og ekið um. Sá sem tilkynnti um athæfi barnanna sagði lögreglu að honum hefði tekist að hræða þau á brott áður en lögreglumenn bar að garði.

Lykillinn að kol­efnis­hlut­leysi jarð­hita­virkjana tekinn í notkun

Tilraunastöð sem kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix tók nýlega í notkun við Nesjavallavirkjun er sögð lykillinn að tækni sem á að útrýma kolefnisspori jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar fyrir lok áratugsins. Tæknin er veruleg framför frá hreinsibúnaði við Hellisheiðarvirkjun.

Sjá meira