„Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Dómsmálaráðherra segir að ummæli menntamálaráðherra um íslenska dómstóla ekki góð, og að þau hafi líklega fallið í hita leiksins. Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, en þar baðst menntamálaráðherra jafnframt afsökunar á orðum sínum. 14.3.2025 13:19
Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn. 14.3.2025 07:03
Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins. 13.3.2025 17:08
Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. 13.3.2025 15:25
Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Landsréttur staðfesti í dag fimmtán mánaða fangelsisdóm karlmanns vegna ráns og stunguárásar. 13.3.2025 15:11
Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Donald Trump hefur hótað að setja á tvö hundruð prósenta toll á áfengar útflutningsvörur frá Evrópusambandsríkjum. 13.3.2025 13:06
Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ „Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi. 13.3.2025 11:02
Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. Um var að ræða karlmann á þrítugsaldri. 13.3.2025 10:38
Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, af ákæru um manndráp vegna ósakhæfis. Honum var gefið að sök að verða eldri hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst í fyrra. 13.3.2025 09:40
Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. 12.3.2025 10:06
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent