Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu. 23.1.2026 14:46
Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð. 23.1.2026 13:00
Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. 23.1.2026 09:56
Þetta fengu ráðherrarnir gefins Árlega birta ráðherrar ríkisstjórnarinnar lista yfir þær gjafir sem þeir hafa hlotið á árinu. 31.12.2025 07:00
Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins, minnist frönsku leikkonunnar og dýraverndunarsinnans Brigitte Bardot, sem lést nú á dögunum, í færslu á Facebook. Þar minnist hann þess þegar hann, sem unglingur, leitaði kvikmyndastjörnunnar um frönsku rivíeruna. 30.12.2025 16:32
Níu ráðherrar funda með Höllu Ríkisráðsfundur hófst klukkan þrjú á Bessastöðum í dag. Þar funda ráðherrar ríkistjórnarinnnar með forseta lýðveldisins. 30.12.2025 15:31
Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Brigitte Bardot heimsótti Ísland tvívegis með skömmu millibili árið 1977. Heimsóknirnar vöktu mikla athygli fjölmiðla hér á landi og var önnur þeirra kallað „leyniferðlag“ í Dagblaðinu. Um var að ræða tvær stuttar millilendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar hún flaug frá heimalandi sínu, Frakklandi, til Nýfundnalands og svo til baka. 30.12.2025 11:02
Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Karlmaður sem grunaður er um að fremja rán og önnur ofbeldisbrot um miðjan nóvember afplánar nú eftirstöðvar fyrri dóma sem hann hefur hlotið. Sami maður var handtekinn í sumar eftir að hafa hleypt var af skoti á hótelinu Black Pearl í miðbæ Reykjavíkur. 29.12.2025 17:25
Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Mugison, finnst á sér brotið vegna umtalaðs myndbands sem nú gengur um netheima þar sem lag hans, Stingum af, er notað. Um er að ræða stuðningsmyndband við Miðflokkinn sem er gert úr gömlu íslensku myndefni, sem sýnir Ísland á árum áður í rómantísku ljósi. 29.12.2025 10:40
Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Minnst einn lést og annar var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka eftir þyrluslys sem varð við bæinn Hammonton í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. 28.12.2025 22:51