Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvers vegna fær Inn­rásin frá Mars núll í ein­kunn?

Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum.

Rauða ljósið mun blikka fyrr

Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli.

Neyddur til að taka ketamín og sjón­varpi kastað í höfuð hans

Karl og kona eru grunuð um líkamsárás, frelsisviptingu og byrlun í lok júlímánaðar. Þau eru talin hafa framið umrædd brot á áfangaheimili í Reykjavík þar sem þau hafi neytt mann til að neyta fíkniefna, svo ráðist á hann, og síðan stolið lyfjum hans.

Robert Wilson er látinn

Bandaríski leikstjórinn og leikskáldið Robert Wilson er látinn 83 ára að aldri. Hann er sagður hafa látist eftir snörp veikindi.

Sagði for­eldrana lík­lega hafa dottið í að­draganda andlátsins

Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem hefur verið ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni í Garðabæ í apríl síðastliðnum hefur talað um að foreldrar sínir hafi hlotið áverka sína vegna þess að þau féllu til jarðar.

Sjá meira