Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Ekkert lið er með verri þriggja stiga nýtingu á Evrópumótinu í körfubolta en Ísland. Langskotin hafa ekki ratað rétta leið hjá íslenska liðinu á mótinu. 1.9.2025 15:00
Sigursteinn framlengir við FH Þjálfari karlaliðs FH í handbolta, Sigursteinn Arndal, hefur framlengt samning sinn við félagið til þriggja ára. 1.9.2025 13:31
Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Stóru orðin voru ekki spöruð um stóra manninn úr Svartárkoti þegar leikur Íslands og Póllands á EM var gerður upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 1.9.2025 12:00
Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, fór í afar sérstakt viðtal fyrir leikinn gegn Crystal Palace á Villa Park í gær. Hann svaraði öllum spurningum blaðamanns með nafni markvarðar Villa. 1.9.2025 11:03
Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Aðeins fimm ofurstjörnur úr NBA-deildinni eru með hærra framlag að meðaltali í leik á Evrópumótinu í körfubolta en Tryggvi Snær Hlinason. 1.9.2025 10:30
Ten Hag rekinn frá Leverkusen Erik ten Hag hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Bayer Leverkusen eftir aðeins tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni. 1.9.2025 09:52
Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik María Þórisdóttir er komin aftur heim til Noregs eftir uppákomu í æfingaleik Marseille og Club Esportiu Europa á Spáni. Þjálfari Marseille var rekinn vegna framkomu sinnar í leiknum í síðustu viku. 29.8.2025 12:00
Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Franska liðið Lille, sem landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með, mætir meðal annars Brann, sem Freyr Alexandersson þjálfar, í Evrópudeildinni. Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson leika einnig með Brann. 29.8.2025 11:44
Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Dallas Cowboys hefur skipt Micah Parsons til Green Bay Packers viku áður en næsta tímabil í NFL hefst. 29.8.2025 11:33
Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla í dag. Breiðablik var á meðal liða í pottinum í Sambandsdeildinni og nú er ljóst hvaða sex liðum Blikar mæta. 29.8.2025 10:32