Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Arion ein­fald­lega í öðrum klassa“ en hinir bankarnir þegar kemur að arð­semi

Arion hefur skilað umtalsvert betri afkomu í samanburði við hina stóru viðskiptabankanna á undanförnum tólf mánuðum og er arðsemi bankans á því tímabili liðlega fimmtíu prósentum hærri. Þrátt fyrir að Íslandsbanki og Landsbankinn kunni að „eiga eitthvað inni“ til að nálgast Arion þá virðist rekstur bankans vera „einfaldlega í öðrum klassa.“

Sala á Lands­bankanum gæti minnkað hreinar skuldir ríkis­ins um fimmtung

Þegar leiðrétt er fyrir ýmsum einskiptisþáttum í rekstri stóru bankanna í því skyni að leggja mat á undirliggjandi afkomu þeirra má áætla að markaðsvirði Landsbankans, sem er þá að skila eilítið betri arðsemi en Íslandsbanki, gæti verið um eða yfir 350 milljarðar króna, að mati hlutabréfagreinanda.

Verðmat Sjó­vá helst nánast ó­breytt og mælt með að fjár­festar haldi bréfunum

Verðmatsgengi á Sjóvá hefur verið lækkað lítillega eftir uppgjör annars fjórðungs, samkvæmt nýrri greiningu, en hins vegar er sem fyrr mælt með því að fjárfestar haldi bréfunum sínum í tryggingafélaginu í vel dreifðu eignasafni. Óvenju lágt tjónahlutfall skilaði sér í góðri afkomu af tryggingastarfseminni á meðan fjárfestingarhlutinn var undir væntingum.

Nýtt banka­reglu­verk mun losa um níu milljarða í um­fram­fé hjá Arion

Kjarnatekjur Arion banka, einkum hreinar vaxtatekjur samhliða hækkandi vaxtamun, jukust verulega milli ára á öðrum fjórðungi en niðurstaða uppgjörsins var á flesta mælikvarða langt yfir væntingum greinenda. Stjórnendur áætla núna að fyrirhuguð innleiðing á nýju bankaregluverki á næstu mánuðum muni bæta níu milljörðum króna við umfram eigið fé bankans.

Sjá meira