Fyrrverandi forstjóri VÍS ráðgjafi við uppstokkun á skipulagi Seðlabankans Þær breytingar sem hafa verið gerðar á skipulagi í starfi Seðlabanka Íslands eru lokahnykkurinn í þeirri vinnu sem hefur staðið yfir frá sameiningu bankans og Fjármálaeftirlitsins fyrir nærri fjórum árum. Fyrrverandi forstjóri VÍS var fenginn til að vera Seðlabankanum til aðstoðar við skipulagsbreytingarnar sem tilkynnt var um í gær. 1.11.2023 12:53
Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31.10.2023 09:18
Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30.10.2023 11:25
Áforma að selja Verne Global gagnaverin í heild sinni til að minnka skuldsetningu Breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure, sem hefur verið í kröppum dansi vegna lausafjárerfiðleika og mikillar skuldsetningar, stefnir núna að því að selja alla eignarhluti sína í gagnverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi sem það keypti fyrir aðeins tveimur árum. Hlutabréfaverð breska innviðafjárfestingafélagsins hefur fallið í verði um liðlega sextíu prósent á einu ári og nýlega þurfti það að falla frá fyrri áformum sínum um arðgreiðslur til hluthafa. 27.10.2023 10:23
Ný útlán til fyrirtækja skreppa saman í fyrsta sinn í nærri tvö ár Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti bankakerfisins til atvinnulífsins en hrein ný útlán drógust saman í september, einkum vegna uppgreiðslu á lánum fyrirtækja í samgöngum, í fyrsta sinn frá því undir árslok 2021. Ekkert lát er hins vegar á ásókn heimila yfir í verðtryggð lán en þriðja mánuðinn í röð var nýtt met slegið í slíkum lánum með veði í íbúð. 25.10.2023 16:58
Framlegð Ísfélagsins minnkar lítillega í aðdraganda skráningar á markað Eftir metafkomu í fyrra er útlit fyrir að framlegðarhlutfall í rekstri útgerðarrisans Ísfélagsins muni minnka nokkuð á þessu ári samhliða erfiðari aðstæðum en EBITDA-hagnaður félagsins var samt yfir fjórir milljarðar króna á fyrri árshelmingi. Ísfélagið, sem varð til við sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma um miðjan júní, boðaði lífeyrissjóði og aðra fjárfesta til kynningarfunda í liðinni viku en félagið stefnir að skráningu í Kauphöllina undir lok ársins. 25.10.2023 09:45
Afkoman undir væntingum en Marel skilaði „framúrskarandi“ sjóðstreymi Afkoma Marels á þriðja fjórðungi var nokkuð undir væntingum greinenda á alla helstu mælikvarða en á móti benda stjórnendur á „framúrskarandi“ sjóðstreymi, sem var yfir 60 milljónir evra, og lægri kostnaðargrunn eftir hagræðingaraðgerðir. Hlutfall pantana á móti tekjum stóð í stað frá fyrri fjórðungi en horfur eru taldar fara „batnandi“ samhliða bættu ytra umhverfi. Fjármagnskostnaður Marels hefur meira en þrefaldast á fyrstu níu mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra. 23.10.2023 23:14
Seldi í Hampiðjunni á níu prósenta „afslætti“ skömmu eftir að sölubann rann út Aðeins rétt ríflega tveimur mánuðum eftir að sölubann á liðlega sjö prósenta hlut FSN Capital í Hampiðjunni rann út, sem það fékk sem greiðslu fyrir sölu á Mørenot fyrr á árinu, hefur norski fjárfestingasjóðurinn selt um tvo þriðju af stöðu sinni til hóps íslenskra fjárfesta fyrir vel á fjórða milljarð. Væntingar um að sjóðurinn sé enn með talsvert framboð af bréfum til sölu gæti haldi niðri gengi bréfa Hampiðjunnar. 23.10.2023 12:37
Útlit fyrir að EBIT-hlutfall Marels verði undir tíu prósent á krefjandi fjórðungi Gangi spár greinenda eftir verður samdráttur á flestum sviðum Marels á milli ára þegar félagið birtir uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung eftir lokun markaða í dag og að framlegðarhlutfallið muni vera um rétt tæplega tíu prósent. Hlutabréfaverð Marels hefur fallið um liðlega fjórðung á innan við tveimur mánuðum og ekki verið lægra frá því snemma árs 2018. 23.10.2023 09:49
Greinandi Citi hækkar verðmat sitt á Alvotech um hundrað prósent Greinandi bandaríska fjárfestingabankans Citi, sem hefur mælt með sölu á bréfum í Alvotech frá því um haustið 2022, hefur nú uppfært verðmat sitt á íslenska líftæknilyfjafélaginu um hundrað prósent og ráðleggur fjárfestum að halda í bréfin. Hann er vongóður um að Alvotech verði fyrsta fyrirtækið til að komast inn á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Humira, mesta selda lyf í heimi, í háum styrk og með útskiptileika. 20.10.2023 11:59