Fréttamaður

Heimir Már Pétursson

Heimir Már er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sól­veig segist komin til að halda við­ræðum á­fram

Ríkissáttasemjari segir að það muni liggja fyrir seinna í kvöld hvort alvöru viðræður muni hefjast milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eða hvort viðræðum verður slitið. Formaður Samtaka atvinnulífsins segist þurfa „andrými“ til að halda viðræðunum áfram. Við fylgjumst með gangi mála í vakt hér neðst í fréttinni.

Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland

Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu.

Hafa ör­fáa daga til að ná samningum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast. Vinnumarkaðsráðherra skipaði í dag Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti sérstaks ríkissáttasemjara. 

Væntir þess að hið opin­bera stígi inn í deiluna

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í.

Trúir því ekki að verk­fallið dragist á langinn

Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 

SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða.

Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna

Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni.

Sjá meira