Elísa Arna og Gunnar nýir hagfræðingar hjá Viðskiptaráði Elísa Arna Hilmarsdóttir og Gunnar Úlfarsson hafa verið ráðin hagfræðingar hjá Viðskiptaráði Íslands. Þau munu saman skipa hagfræðiteymi ráðsins og hafa umsjón með málefnastarfi Viðskiptaráðs, sinna greiningum, skrifum og útgáfu. 18.12.2021 08:42
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur þegar hann hafði auk þess verið sviptur ökuréttindum. Landsréttur dæmdi í málinu í gær og þyngdi dóm héraðsdóms talsvert. 18.12.2021 07:59
Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18.12.2021 07:32
Milt veður um land allt Mild suðlæg átt er á landinu í dga, skýjað og smá væta með köflum en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi upp úr hádegi. Hiti verður á bilinu núll til átta stig en mildast sunnan- og vestanlands. 18.12.2021 07:13
Dómur þyngdur í Danmörku yfir íslenskum manni sem nauðgaði dóttur sinni Eystri Landsréttur í Danmörku hefur þyngt dóm yfir íslenskum karlmanni, sem var sakfelldur fyrir að misnota og nauðga barnungri dóttur sinni ítrekað, um tvö ár. Kvað dómurinn það upp að manninum skyldi vísað úr landi að lokinni afplánun og fær hann aldrei að stíga fæti inn í Danmörku aftur. 16.12.2021 22:55
Allt að 50 til 100 prósenta verðmunur á jólasteikinni Mikill verðmunur er á jólasteikinni þetta árið og munur á hæsta og lægsta kílóverði hátíðarkjöts oft á milli 50 til 100 prósent. 16.12.2021 22:40
Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 16.12.2021 20:50
Enginn leki reyndist kominn að Masilik Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. 16.12.2021 19:59
Þrír sakfelldir fyrir að ræna áfengi og appelsínum úr sumarbústað Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í sumarbústað á Akureyri og stolið appelsínum og áfengi. 16.12.2021 19:20
Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. 16.12.2021 18:45
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent