Selja allar sínar veraldlegu eigur og byrja á núllpunkti Guðmundur Aðalsteinn Þorvarðarson og Vilhjálmur Jón Guðjónsson hafa ákveðið að loka blómabúðinni Barónessunni á Barónsstíg eftir tveggja ára rekstur. Þeir ætla að skilja við allt sitt veraldlega á þessu ári og njóta lífsins, við hvað er þó enn óvíst. 10.1.2022 21:31
Netþrjótar komust í gögn um notendur akstursþjónustu Strætó Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í desember, komust yfir kerfi Strætó sem hýsir gögn sem tengjast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Komust þeir meðal annas yfir nöfn, kennitölur og heimilisföng þeirra sem nota þjónustuna. 10.1.2022 21:01
Robert Durst er dáinn Morðinginn og auðkýfingurinn Robert Durst er dáinn. Durst var 78 ára og var að afplána lífstíðardóm fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman þegar hann lést í morgun. 10.1.2022 19:01
Bundinn niður og rændur í Kópavogi Lögregla var kölluð út um klukkan hálf tólf í dag eftir að ráðist hafði verið á mann inni á heimili hans, hann bundinn og verðmætum rænt. 10.1.2022 18:15
Tekin undir áhrifum fíkniefna með barnið í bílnum Talsvert hefur verið um umferðalagabrot á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ung kona var handtekin síðdegis í dag grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en barn hennar var í bílnum með henni. 10.1.2022 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bólusetning barna hófst í Laugardalshöll í dag. Börnin vor misánægð með sprautuna en virtust öll hrifin af skemmtiatriði ræningjanna þriggja úr Kardemommubænum sem voru mættir á svæðið. Við litum við í höllinni í dag og kíkjum á þau í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.1.2022 18:01
Fyrrverandi Britney á skilorði vegna ofsókna Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. 10.1.2022 17:52
Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10.1.2022 16:02
Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10.1.2022 15:40
Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu. 10.1.2022 15:04