Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014. 13.5.2022 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framsóknarflokkurinn er í stórsókn í borginni samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Óvíst er hvort að meirihlutinn haldi velli. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en landsmenn ganga að kjörborðinu á morgun. 13.5.2022 18:01
Fyrrverandi formaður dæmdur til að greiða húsfélagi 2,8 milljónir Kona, sem gengdi hlutverki formanns í húsfélags Efstasunds 100, hefur verið dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna. Konan hafði dregið sér fé úr húsfélaginu þegar hún var þar formaður á árunum 2017 til 2019. 13.5.2022 17:43
„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi“ Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl, segir lífið í fangelsi ágætt. Hann segist hafa flúið úr héraðsdómi þegar hann sá að lögreglumennirnir hafi ekki veitt honum næga athygli og hann hafi vitað að hann næði að flýja. 13.5.2022 07:01
Tíu mánaða skilorð fyrir heimilisofbeldi og fyrir að bíta í læri lögreglumanns Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, umferðarlagabrot, ofbeldi í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Maðurinn er þar að auki sviptur ökurétti í tvö og hálft ár og til að greiða 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð. 12.5.2022 13:17
Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. 12.5.2022 12:00
Ísland upp um fimm sæti á Regnbogakorti Evrópu Ísland hækkar um fimm sæti á milli ára á Regnbogakorti ILGA Europe. Ísland er nú komið í níunda sæti en var í því fjórtánda í fyrra. Utanríkisráðherra segir lög um kynrænt sjálfræði spila stórt hlutverk í þessari þróun. 12.5.2022 11:42
Vinstri græn í Hafnarfirði hvetja fólk til að „setja X við D“ „Göngum lengra í Hafnarfirði. Setjum X við D!“ 12.5.2022 10:32
Hér eru lögin sem flutt verða á stóra sviðinu í Tórínó í kvöld Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Átján lönd keppa um tíu sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardagskvöld. 12.5.2022 10:31
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12.5.2022 09:52