Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. 15.9.2022 08:30
Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15.9.2022 07:51
Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. 15.9.2022 07:36
Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15.9.2022 06:59
R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega. 15.9.2022 06:27
Bein útsending: Ferðaþjónustudagurinn 2022 Ferðaþjónustudagurinn 2022 fer fram í Norðurljósasal Hörpu í dag, miðvikudaginn 14. september. Á fundinum verður fjallað um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu meðal annars en honum verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi. 14.9.2022 14:30
Sýknaður af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur sinni Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur hans. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar í aðalatriðum trúverðugur en gerð er athugasemd við rannsókn lögreglu og rannsakendur sagðir hafa spurt stúlkuna leiðandi spurninga. 14.9.2022 11:38
Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14.9.2022 08:03
Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fækkar Íbúðum sem seldust yfir ásettu verði fækkaði um tæp tíu prósent á höfuðborgarsvæðinu milli maí og júní. Þrátt fyrir það styttist meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu milli júní og júlí mánaða úr 42,3 dögum í 40,1 dag. 14.9.2022 07:30
Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14.9.2022 06:59