Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Rússland og Bandaríkin hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi. Sendiherrar verða skipaðir í ríkjunum ríkin stefna á að semja um endalok stríðsins í Úkraínu. 18.2.2025 18:11
Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17.2.2025 19:09
Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Stjórn Íslandsbanka mun taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna á næsta fundi sínum. Rætt verður við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fjármála- og efnahagsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17.2.2025 18:24
Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður. 16.2.2025 23:47
„Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það hættulegt fordæmi að stjórnmálaflokkar, sem ekki uppfylltu skilyrði til að fá styrki úr ríkissjóði síðustu þrjú ár, skuli ekki þurfa að endurgreiða styrkina. Það sama eigi að gilda um Jón og séra Jón. 13.2.2025 12:01
Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Fjölmargir eldri borgarar komu saman á hraðstefnumóti í Bíó paradís síðdegis í gær. Þeir segja vanta staði fyrir eldri borgara til að hittast og dansa og kynnast nýju fólki. 13.2.2025 09:51
„Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við í febrúar. Verð á tilbúnum réttum, sælgæti og fuglakjöti hækkaði sérstaklega en ávaxtaverð lækkar. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir skjóta skökku við að verslanir tilkynni um hækkanir þegar samfélagið allt sé að reyna að keyra niður verðbólgu fyrir fullt og allt. 12.2.2025 12:00
Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið. 11.2.2025 20:02
„Ég er bara pínu leiður“ Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt. 10.2.2025 19:24
„Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Kennarar fundu margir hverjir blendnar tilfinningar þegar fréttir af ólögmæti verkfallsaðgerða í þréttan leikskólum og sjö grunnskólum bárust seint í gær. Félagsdómur sagði það byggt á þeim forsendum að aðgerðir næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. 10.2.2025 19:01