Jólamolar: Er ein af þeim fáu sem sendir ennþá jólakort Það er óhætt að segja að dagskrárgerðarkonan Eva Laufey Kjaran sé ein af þeim sem bakar tvær ef ekki þrjár sortir fyrir jólin. Hún er mikið jólabarn og hefst undirbúningurinn snemma hjá henni. Hún gaf nýlega út sína fjórðu bók, Bakað með Evu, ásamt því að hafa verið að frumsýna aðra þáttaröð af Blindum bakstri síðasta sunnudag en fyrstu þættirnir verða í sérstökum hátíðarbúningi. 15.12.2021 11:31
Jólamolar: „Fæ ennþá samviskubit yfir að hafa kíkt í pakkann“ Sigmar Vilhjálmsson er mikið jólabarn og elskar að eyða tíma í eldhúsinu á aðfangadag. Hann eyddi síðustu dögum í New York og þó að þar hafi verið einstaklega jólalegt, jafnist það ekkert á við jólin á Íslandi og íslensku jólalögin. 14.12.2021 13:30
Jólamolar: Er ekki týpan sem skiptir gjöfum Selma Björnsdóttir er einstaklega mikið jólabarn. Það er nóg að gera hjá henni í desember en fyrir utan almennan jólaundirbúning syngur hún á alls þrettán jólatónleikum ásamt því að stýra athöfnum hjá Siðmennt og leikstýra. Þá fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni sem frumsýnd verður á RÚV á annan í jólum. 13.12.2021 09:00
Jólamolar: Fræsihefill, ferðalög og frönskunámskeið á óskalistanum Uppistandarinn, rithöfundurinn og kaffihúsaeigandinn Dóri DNA minnist þess með hlýhug þegar hann fékk Hyundai 166 mhz pentium tölvu í jólagjöf sem barn og er það ein af hans uppáhalds jólaminningum. Í dag þykir honum hins vegar lang skemmtilegast að upplifa jólin í gegnum börnin sín og skapa minningar með þeim. 12.12.2021 09:01
Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla? 11.12.2021 09:00
Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10.12.2021 09:00
Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími. 9.12.2021 09:00
Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8.12.2021 20:00
Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8.12.2021 09:01
Hádramatísk rósaafhending Bachelor fór fram í Hörpu Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon. 7.12.2021 14:30