„Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22.12.2021 22:00
Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21.12.2021 14:01
Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eyðir jólunum á þinginu þar sem hún vinnur hörðum höndum að því að búa til nýtt ráðuneyti. Hún ætlar þó líka að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir að vera ekki mjög íhaldssöm þegar kemur að jólunum, á hún þó nokkrar hefðir eins og að kaupa furu, baka sörur með vinkonunum og fara á Jómfrúna í desember. 21.12.2021 11:31
Jólamolar: Besta jólagjöfin væri að greinast ekki með Covid Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir er á fullu að æfa fjölskylduleikritið Langelstur að eilífu þessa dagana. Hún er í sóttkví í augnablikinu og óskar þess heitast að greinast ekki með Covid fyrir jól. Heimagerðar jólagjafir eru í uppáhaldi hjá Júlíönu. 20.12.2021 11:31
Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Söngkonan Katrín Halldóra elskar jólin og gaf á dögunum út lagið Gleðileg jól. Þann 23. janúar verður hún með útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpu fyrir plötuna sína Katrín Halldora syngur lög Jóns Múla. 19.12.2021 09:00
Jólamolar: Man alltaf eftir því þegar hann fékk trönur í jólagjöf Bakarinn Jóhannes Felixson eða Jói Fel, hefur alltaf haft nóg að gera í desember. Árið í ár er engin undantekning þrátt fyrir að verkefnið sé af öðrum toga. En hann er á fullu að undirbúa opnun á nýjum veitingastað sínum, Felino, í listhúsinu í Laugardalnum. 18.12.2021 09:01
Jólamolar: Eiginmanninum ofbauð þegar hún vildi hafa tvö jólatré Samfélagsmiðlastjarnan og mannfræðingurinn Guðrún Veiga er eitt mesta jólabarn sem fyrirfinnst. Hún hlustar til dæmis á jólalög allan ársins hring og horfir á jólamyndir í júlí. Ein af hennar uppáhalds jólahefðum er að liggja í unaðslegri ofátsmóðu með bleikan Mackintosh mola að lesa góða bók. 17.12.2021 09:00
Jólamolar: Viðhorfið til jólanna breyttist þegar hann fór að vinna á leikskóla Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Hjálmar Örn Jóhannsson, sem meðal annars er þekktur sem hin skrautlega hvítvínskona, varð fyrst jólabarn þegar hann hóf störf á leikskóla fyrir níu árum síðan. Hann er með ýmsar skemmtilegar jólahefðir eins og að færa fyrrverandi tengdaforeldrum sínum fisk. 16.12.2021 09:00
Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15.12.2021 22:01
Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þú hafir einhvern tímann sungið hástöfum með laginu All I Want for Christmas is You sem söngkonan Mariah Carey gerði frægt árið 1994. Lagið hefur verið eitt vinsælasta jólalag í heimi í 27 ár og hefur það þrisvar sinnum komist í heimsmetabækur Guinness. En hver er sagan á bak við þetta ódauðlega lag? 15.12.2021 13:31