6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19.11.2022 09:02
Fyrsta jólalag Helga Björns í yfir 25 ár Gleðipinninn Helgi Björnsson er löngu orðinn fastagestur í útvarpstækjum landsmanna hver einustu jól. Helgi hafði hins vegar ekki gefið út nýtt jólalag síðan hann gaf út lagið ódauðlega Ef ég nenni. Nú yfir 25 árum síðar sendir Helgi frá sér glænýtt jólalag, Gjöf merkt þér. 18.11.2022 13:00
7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18.11.2022 09:01
Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Söngkonan Mariah Carey hefur oft verið kölluð drottning jólanna enda jólalög hennar órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra. Carey hafði óskað eftir því að titillinn yrði skráður sem vörumerki í hennar eigu. Í vikunni fékkst sú niðurstaða í málið að Carey fengi ekki einkaleyfi fyrir vörumerkinu og má því hver sem er kalla sig „drottningu jólanna“. 17.11.2022 15:31
8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17.11.2022 09:01
Nýtt jólalag frá Klöru: Vonar að lagið færi fólki frið frá öllu jólastressinu „Við vissum að við vildum gera jólalag og vorum sammála um að gera ekki enn eitt jólalagið um alla pakkana og kertin og allt þetta dót sem skiptir engu máli þegar upp er staðið,“ segir tónlistarkonan Klara Elias um nýja lagið Desember sem kom út í dag. 17.11.2022 07:00
„Ég vissi bara að það væri engin leið út úr því að elska hann“ Hjónin Snærós Sindradóttir og Freyr Rögnvaldsson hittust fyrst í rútu fyrir fjórtán árum síðan. Þau heilluðust samstundis hvort af öðru en ætluðu sér þó aldrei að byrja saman. Þremur árum síðar lágu leiðir þeirra svo saman á ný og var þá ekki aftur snúið. 16.11.2022 22:00
Íslensku stjörnurnar skinu skært í Tallinn Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn um helgina og hlaut mikið lof. Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar var viðstaddur ásamt framleiðandanum Heather Millard og stórum hluta leikhópsins. 16.11.2022 16:31
9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16.11.2022 09:01
Litadýrð, glamúr og tónlistarveisla í verslun Hildar Yeoman Það var mikið um dýrðir í verslun Hildar Yeoman á Laugarveginum nú á dögunum þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram. Yeoman fagnaði nýrri línu sinni Hidden People með sannkallaðri tónlistarveislu í verslun sinni. 15.11.2022 22:01