Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19 Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. 1.4.2021 13:59
Sýn hf. selur félag í Færeyjum og fjarskiptainnviði fyrir milljarða Fjarskiptafélagið Sýn hf. hefur undirritað samning um sölu á hlut félagsins í færeyska hlutdeildarfélaginu P/F 20.11.19. fyrir sem nemur rúmum einum milljarði króna. Sýn átti 49,9% hlut í félaginu. Þá hefur Sýn einnig samið um sölu á óvirkum fjarskiptainnviðum félagsins fyrir rúma sex milljarða. 1.4.2021 13:31
Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. 1.4.2021 12:55
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1.4.2021 12:48
Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1.4.2021 12:00
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sex greindust með kórónuveiruna og af þeim var einn utan sóttkvíar. Við ræðum við sóttvarnalækni um stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf. 1.4.2021 11:32
Ingi skólastjóri kveður Verzló Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. 1.4.2021 10:24
Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25.3.2021 00:06
Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir. 24.3.2021 23:54
Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans. 24.3.2021 22:42