Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjöl­miðla­frum­varp og breytingar á lögum um RÚV meðal frum­varpa sem dreift var á Al­þingi í dag

Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var birt á vef Alþingis í kvöld. Auk fjölda annarra frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag, hefur sömuleiðis verið birt frumvarp um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem varða upplýsingarétt almennings um tiltekin atriði er varða starfsmenn Ríkisútvarpsins.

„Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu“

Læknirinn, útivistarmaðurinn og umhverfisverndarsinninn Tómas Guðbjartsson er lítt hrifinn af hátt í fimm hundruð milljóna króna sölunni á Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða.

Fullt tungl og leiðindaveður í kortunum

Gul veðurviðvörun er í gildi víðast hvar um land í kvöld að suðausturströndinni undanskilinni. Búist er við vaxandi suðaustanátt með kvöldinu og hvessir enn í nótt. Þá má búast við snjókomu og slyddu þótt þurrt verði að mestu fyrir norðan fram á miðnætti en tekur að rigna í nótt, fyrst suðvestan til.

Kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu vísað frá

Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem varðar ummæli sem hún lét falla á þinginu þann 21. október. Ummæli Þórhildar Sunnu vörðuðu viðbrögð hennar við umfjöllun um þýðingu merkja sem lögreglukona hafði borið við skyldustörf á sáust á ljósmynd sem birtist af henni við frétt mbl.is.

SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við

Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin.

Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík.

Komu manni til hjálpar sem villtist á Bláfjallasvæðinu

Fyrir nokkrum mínútum síðan, laust eftir klukkan fjögur í dag, voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna manns sem er týndur á Bláfjallasvæðinu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Sjá meira