„Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Byggingarstjóri óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar. Þær komi til með að auka kostnað. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum 15.11.2025 18:28
Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. 15.11.2025 11:44
„Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Markvisst er sótt að grunngildum frjálslyndra lýðræðisríkja í Evrópu og tilefni er til að hafa áhyggjur af þróuninni. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands sem leiddi umfangsmikið evrópskt rannsóknarverkefni þar sem áhrif nýs veruleika í upplýsingaumhverfinu á lýðræðissamfélagið voru rannsökuð. Bergmálshellar samfélagsmiðla, dvínandi traust á fjölmiðlum og uppgangur popúlískra alræðistilburða séu meðal þess sem grafi undan frjálslyndu lýðræði og það sé tilefni til að berjast til baka til að endurheimta það. 15.11.2025 06:48
Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í dag með atkvæðum þingmanna allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins sem sátu hjá. Margir þingmenn stigu í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu fulltrúar úr röðum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks fjölmenntu á þingpallana til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og fögnuðu þegar frumvarpið varð að lögum. 12.11.2025 21:00
Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Ofbeldi og aðrir glæpir eru seldir sem þjónustuvara gegn greiðslu á Íslandi og einkar alvarlegt er þegar skipulagðir glæpahópar nýta börn og ungmenni í þeim tilgangi. Þetta segir framkvæmdastjóri Europol sem telur málin undirstrika mikilvægi lögreglusamstarfs þvert á landamæri. 11.11.2025 21:01
„Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Varautanríkisráðherra Úkraínu segir það vera markmið Rússa að tortíma Úkraínu, og að stefna Rússa hafi ekkert breyst í þeim efnum. Áframhaldandi stuðningur bandalagsríkja skipti sköpum, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Úkraína þurfi vopn til að verja sig. Ráðherrann vonar að Úkraínumenn sem flutt hafa til Íslands snúi á endanum aftur til heimalandsins en gleðst yfir því að landar hennar upplifi sig velkomna á Íslandi. 11.11.2025 06:46
Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum. 10.11.2025 20:53
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10.11.2025 12:09
Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR María Rún Bjarnadóttir, fyrrverandi staðgengill ríkislögreglustjóra og lögfræðingur embættisins, hefur hafið störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hjá HR mun María Rún meðal annars leiða rannsóknir og kennslu á sviði tækniréttar og stafrænna lagalegra álitaefna að því er fram kemur í tilkynningu frá HR. María Rún lét af störfum hjá ríkislögreglustjóra um mánaðamótin. Ætla má að ekki verði ráðið aftur í stöðu Maríu í ljósi hagræðingaraðgerða hjá embætti ríkislögreglustjóra. 7.11.2025 11:32
Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Guðmundur Mogensen, 41 árs hálfíslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa orðið konu um sextugt að bana í október í fyrra og fyrir tilraun til manndráps gegn annarri konu. 7.11.2025 10:51