Úr útvarpinu í orkumálin Fjölmiðlakonan Hafdís Helga Helgadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Samorku, hagsmunasamtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Hafdís Helga er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands en hún færir sig til Samorku frá Ríkisútvarpinu þar sem hún hefur starfað sem fréttamaður og við dagskrárgerð undanfarin átta ár, nú síðast sem umsjónarmaður Morgunútvarpsins á Rás 2. 12.1.2026 14:36
Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Tveir ráðuneytisstjórar hafa verið færðir til á milli ráðuneyta í framhaldi af breytingum sem gerðar voru á ríkisstjórn um helgina. Breytingarnar hafa þegar tekið gildi. 12.1.2026 13:03
Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. 12.1.2026 11:18
Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Meðal verkefna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring var að aðstoða álft sem var frosin föst á læknum í Hafnarfirði. Slökkviliðinu tókst að leysa álftina úr prísundinni og hélt álftin svo áfram leið sinni um lækinn. 12.1.2026 10:17
Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Aðeins á eftir að skrá kílómetrastöðu um 15% þeirra ökutækja á landinu sem ný lög um kílómetragjald ná yfir. Skráning kílómetrastöðu vegna gjaldsins er sögð hafa gengið vel, en þegar hefur staðan verið skráð vegna 85% af þeim ríflega 300 þúsund ökutækjum sem lögin ná yfir. Fyrsti gjalddagi vegna kílómetragjaldsins rennur upp eftir tæpar þrjár vikur. 12.1.2026 09:16
Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Kvikmyndin One Battle After Another og sjónvarpsserían Adolescence uppskáru flest verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hinn 16 ára gamli Owen Cooper, sem fer eitt af aðalhlutverkunum í Adolescence, var valinn besti leikarinn í aukahlutverki, en hann er sá yngsti til að næla sér í verðlaunin í þeim flokki frá upphafi, en þetta var 83. Golden Globe verðlaunahátíðin. 12.1.2026 08:13
Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki. 9.1.2026 14:42
Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Söngvakeppnin verður haldin eftir að framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tók ákvörðun um að Ísland verði ekki með í Eurovision í vor. Dagskrárstjóri Rúv segir málið í vinnslu og að það muni skýrast á næstunni hvort og þá á hvaða forsendum Söngvakeppni sjónvarpsins verði haldin. 9.1.2026 12:36
Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Hópur danskra leikara hefur skráð sig á lista sem ætlað er að gera öðrum kleift að bóka leikara í það verkefni að þykjast vera kærasti eða kærasta þeirra. Hugmyndin er að fólk geti bókað leikara í tímabundin verkefni, til dæmis í fjölskylduboð og annað, til að létta fólki lífið sem er orðið þreytt á að svara spurningum um hvers vegna það er einhleypt. 9.1.2026 11:00
„Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Inga Sæland kveðst full tilhlökkunar að taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Henni sé mjög umhugað um að bæta læsi grunnskólabarna, einkum drengja, og að huga vel að andlegri heilsu og líðan barna og ungmenna. Henni þyki ekki skrýtið að verða nú beinn yfirmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara í Borgarholtsskóla, enda hugsi hún aðeins með hlýju til Ársæls. 9.1.2026 09:01