Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í samtals 34 ár í fangelsi í Danmörku fyrir morð, vopnalagabrot og gróft ofbeldi sem leiddi til dauða 19 ára manns sem fjórmenningarnir gengu í skrokk á í fyrra. Tveir mannanna hafa jafnframt verið dæmdir til brottvísunar frá Danmörku auk endurkomubanns. Við verknaðinn nýttu árásarmennirnir ýmis eggvopn þegar þeir réðu fórnarlambi sínu bana með hrottalegum hætti. 28.11.2025 15:01
Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun. 28.11.2025 10:01
Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Um fjórðungur þjóðarinnar leggur sig vikulega eða oftar og þeir sem eru einhleypir eru líklegri til að taka lúr á daginn en fólk sem er í sambúð eða hjónabandi. Þá eru tekjulægri líklegri til að leggja sig en þau sem hafa hærri tekjur og yngra fólk er einnig líklegra en eldra til að fá sér blund á daginn. Hins vegar segjast 36% þjóðarinnar aldrei leggja sig á daginn. 28.11.2025 09:09
Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda. 28.11.2025 08:09
Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Dönsk stjórnvöld hyggjast ráðstafa umtalsverðum fjármunum í að kosta leiðangur gervitungls til Tunglsins. Verkefnið hefur hlotið nafnið Máni, með vísan fornnorrænar tungu, en orðið er enn gott og gilt með sama rithætti á íslensku. Danskir vísindamenn við nokkra þarlenda háskóla leiða verkefnið, en að því koma samstarfsaðilar frá fleiri löndum. Markmiðið er að allt verði klárt fyrir Mánaleiðangurinn árið 2029. 27.11.2025 13:52
Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision 23 ára sænskur karlmaður að nafni Alexander Holmberg hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í Lúxemborg fyrir að leggja á ráðin um að framkvæma hryðjuverk á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í Hollandi árið 2020. 27.11.2025 10:41
Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju. 27.11.2025 08:15
Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27.11.2025 06:32
Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Páll Winkel verður áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar en hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar. 26.11.2025 13:47
Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans. 26.11.2025 11:32