Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sam­þykktu frið­lýsingu Grafar­vogs en til­laga um stækkun verndarsvæðis felld

Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld.

Ungliðar undir­rita dreng­skapar­heit

Anton Sveinn McKee og Viktor Pétur Finnsson tóku í fyrsta sinn sæti á Alþingi í dag sem varaþingmenn fyrir Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Báðir hafa Anton og Viktor verið virkir í ungliðahreyfingum sinna stjórnmálaflokka en þeir undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Guð­mundur Ingi á sjúkra­húsi

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur.

Koma Ár­sæli til varnar og telja ráð­herra refsa honum fyrir skoðanir sínar

Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla.

Ekki á leið í fram­boð í borginni og hugsi yfir „óska­lista“ ríkis­stjórnarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum.

Ör­lög Ísrael í Euro­vision ráðast á aðal­fundi sem hefst í dag

Við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, blasir barátta fyrir framtíð keppninnar á fundi sem markar „vatnaskil“ sem hefst í Genf í Sviss í dag. Svo er því lýst í umfjöllun BBC í dag en viðbúið er að örlög Ísrael í keppninni verði ráðin á fundinum. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hefur sett fyrirvara um þátttöku í keppninni þar til fyrir liggur niðurstaða um hvað skal gera vegna Ísrael.

Fjarðar­heiði lokuð vegna umferðarslyss

Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður sem stendur vegna umferðarslyss. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður á meðan viðbragðsaðilar sinna störfum á vettvangi. Slysið varð við árekstur tveggja bifreiða, nokkrir farþegar auk ökumanna voru í bílunum en ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir né hvort um alvarleg slys sé að ræða. 

Þor­gerður mætt en sögu­leg fjar­vera Rubio vekur furðu

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning.

Gervigreindin hug­hreysti ferða­mann sem björgunar­sveit kom til bjargar

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan eitt í nótt til aðstoðar við ferðamann sem hafði fest bíl sinn á Nesjavallaleið og var orðinn verulega kaldur eftir að hafa gengið um fimm kílómetra frá bílnum. Ferðamaðurinn mun hafa spurt gervigreindina hvort aðstoð myndi berast og ekki stóð á svörum.

Á fjórða hundrað er­lendra fanga frá 56 löndum af­plánað á Ís­landi frá 2020

Alls hafa 327 fangar með erlent ríkisfang frá 56 löndum hafið afplánun í fangelsum á Íslandi undanfarin fimm ár. Flestir erlendir fangar á þessu ári, og alls yfir tímabilið, eru pólskir og spænskir ríkisborgarar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu fanga sem afplána á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Áætlaður meðalkostnaður vegna hvers fanga á dag nemur tæpum 57 þúsund krónum á þessu ári.

Sjá meira