Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tveir sér­lega hættu­legir gómaðir á Ís­landi og gríðar­leg fjölgun verk­efna

Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað gífurlega á milli ára en á aðeins fimm árum er um að ræða meira en tvöföldun á fjölda verkbeiðna til deildarinnar. ​Í fyrra sinnti deildin á fjórða tug verkefna sem tengjast handtökuskipunum frá Evrópu og voru tveir „sérlega hættulegir“ glæpamenn handteknir á Íslandi í fyrra í gegnum samstarfið. Aðstoðarbeiðnir vegna slíkra mála eru ekki þær einu sem hefur fjölgað hjá deildinni. 

Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Ís­landi

Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Nox Medical. Hulda tekur við starfinu af Ingvari Hjálmarssyni en hún tekur jafnframt sæti í í framkvæmdastjórn móðurfélgas fyrirtækisins, Nox Health í Bandaríkjunum.

Kærðir fyrir að stunda fólks­flutninga í ó­leyfi

Lögreglan á Suðurlandi hefur kært tvo aðila í vikunni fyrir að stunda farþegaflutninga án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á eftirlit með rekstrarleyfi og réttindum ökumanna til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni þessa vikuna hjá embættinu.

Fimmta til­raun til að leyfa ráð­stöfun útvarpsgjalds til annarra fjöl­miðla

Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga.

Skynjar „nýja evrópska stað­festu og al­var­leika“ fyrir fundinn í París

Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum.

Nýir eig­endur ætla að „troðfylla búðina af nauð­synja­vöru”

Fjölskyldan sem á og rekur Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur tók við lyklunum að söluturninum Bláhorninu við Grundarstíg í gærkvöldi. Nýir eigendur stefna á að auka vöruúrval í versluninni sem verður opnuð aftur síðdegis í dag með nýja rekstraraðila í brúnni.

Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja.

Tappareglurnar inn­siglaðar með lögum

Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar.

Mette full­trúi Norður­landa á neyðarfundi í París

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta.

Sjá meira