Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Skriðuvakt Veðurstofu Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Austurlandi sem rekja má til töluverðrar úrkomu og haustveðurs síðustu sólarhringa. Skriðuvaktin fylgist náið með mælitækjum sínum, einkum á Seyðisfirði og Eskifirði. 2.9.2025 12:47
„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. 2.9.2025 12:18
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2.9.2025 11:00
Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Ívar starfaði áður í rúm ellefu ár hjá Neytendasamtökunum, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi ECC á Íslandi. 2.9.2025 10:13
Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag. 2.9.2025 08:27
Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Þrjátíu starfsmönnum PCC á Bakka hefur verið sagt upp, til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafði verið sagt upp störfum, vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Enn störfuðu 48 hjá fyrirtækinu eftir að ráðist var í síðustu uppsagnir en nú hefur þrjátíu þeirra verið sagt upp. 2.9.2025 07:21
„Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. 2.9.2025 07:02
Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, heimsótti Friðrik X Danakonung í dag og færði honum þakkir fyrir orðuna sem kóngur sæmdi hana í tilefni af heimsókn hans og íslensku forsetahjónanna í Jónshús fyrra. Í dag eru jafnframt tíu ár síðan Halla tók við starfinu í Jónshúsi en á fundi hennar með konungi í dag bað hann fyrir kveðju til Íslendinga. 1.9.2025 14:54
Veitur vara við svikaskilaboðum Veitur vara við svikaskilaboðum þar sem reynt er að hafa fé af viðskiptavinum undir þeim fölsku forsendum að rafmagnsreikningur sé. Vakin er athygli á því í tilkynningu að fyrirtækið sendi aldrei út hlekki þar sem fólk er beðið að skrá inn greiðslukortaupplýsingar. Í umræddum skilaboðum er viðtakandi beðinn að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu. 1.9.2025 13:57
Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir vörslu barnaníðsefnis. Dómur þess efnis var kveðinn upp í héraðsdómi í Kaupmannahöfn í dag. 1.9.2025 11:36