Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamra­borgar­málið

Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum.

Kveður Sjálf­stæðis­flokkinn og hyggur á fram­boð fyrir Mið­flokkinn

Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. 

Kalla eftir hug­myndum fyrir 1100 ára af­mæli Al­þingis

Alþingi fagnar 1100 ára afmæli eftir fimm ár og að því tilefni óskar Alþingi eftir hugmyndum um hvernig skuli fagna. Hægt verður að senda inn tillögur rafrænt og verður hægt að senda inn hugmyndir frá og með deginum í dag og til 16. janúar 2026.

Skortir upp­lýsingar um móður­mál og ís­lensku­kunn­áttu leikskólastarfsfólks

Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrotta­legt morð með hníf, öxi og sveðju

Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í samtals 34 ár í fangelsi í Danmörku fyrir morð, vopnalagabrot og gróft ofbeldi sem leiddi til dauða 19 ára manns sem fjórmenningarnir gengu í skrokk á í fyrra. Tveir mannanna hafa jafnframt verið dæmdir til brottvísunar frá Danmörku auk endurkomubanns. Við verknaðinn nýttu árásarmennirnir ýmis eggvopn þegar þeir réðu fórnarlambi sínu bana með hrottalegum hætti.

Snjó­koma í vændum og kuldinn bítur í kinnar

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun.

Ein­hleypir lík­legri til að leggja sig á daginn

Um fjórðungur þjóðarinnar leggur sig vikulega eða oftar og þeir sem eru einhleypir eru líklegri til að taka lúr á daginn en fólk sem er í sambúð eða hjónabandi. Þá eru tekjulægri líklegri til að leggja sig en þau sem hafa hærri tekjur og yngra fólk er einnig líklegra en eldra til að fá sér blund á daginn. Hins vegar segjast 36% þjóðarinnar aldrei leggja sig á daginn.

Jói Fel ekki meðal um­sækj­enda á Litla-Hrauni

Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda.

Undir­búa Mána-leiðangur Dana til tungsins

Dönsk stjórnvöld hyggjast ráðstafa umtalsverðum fjármunum í að kosta leiðangur gervitungls til Tunglsins. Verkefnið hefur hlotið nafnið Máni, með vísan fornnorrænar tungu, en orðið er enn gott og gilt með sama rithætti á íslensku. Danskir vísindamenn við nokkra þarlenda háskóla leiða verkefnið, en að því koma samstarfsaðilar frá fleiri löndum. Markmiðið er að allt verði klárt fyrir Mánaleiðangurinn árið 2029.

Sjá meira