Líklega gífurlegt högg fyrir rússneska herinn Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja í Úkraínu. Andrei Sukhovetsky mun hafa barist í Georgíu, Téténíu, Sýrlandi og tekið þátt í innrás Rússa í Krímskaga 2014. 3.3.2022 13:32
IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum. 3.3.2022 13:05
Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3.3.2022 09:44
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2.3.2022 15:56
Kom að því að Lilja greindist með Covid-19 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur greinst með Covid-19. Hún segist að mestu vera einkennalaus en ætla að vinna heima næstu daga af tillitsemi við aðra. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni. 2.3.2022 13:51
Gagnsæi bjargað 1.200 tonnum frá urðun Urðun hefur dregist saman um 1.200 tonn á ársgrundvelli eftir að fólk var krafið um að mæta með óflokkaðan úrgang í glærum plastpokum á endurvinnslustöðvar Sorpu. 2.3.2022 13:22
67,6 milljarða lakari viðskiptajöfnuður 44,2 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2021. Niðurstaðan er 61,2 milljarða lakari en ársfjórðunginn á undan og 67,6 milljarða lakari en á sama tímabili árið 2020. 2.3.2022 11:34
Bein útsending: Innrásin og afleiðingarnar fyrir öryggi í Evrópu Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga standa fyrir opnum fundi um innrás Rússlands í Úkraínu og þær afleiðingar sem innrásin hefur fyrir öryggi í Evrópu. 2.3.2022 11:31
Vörubíll valt í hvassviðrinu á Reykjanesbraut Vörubíll á vegum Skólamats valt á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan átta í morgun. Engum varð meint af. Þetta staðfestir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamats, í samtali við Vísi. 2.3.2022 10:28
Vildi ferðast og eignast hund en dreymir nú um sprengjubyrgi til að verja fjölskylduna 23 ára úkraínskur kennari sem flúið hefur Kænugarð segir að Rússar hafi skotið níu ára stelpu og foreldra hennar til bana á götum borgarinnar í gær. Maria Huresh segir að átökin hafi lagt líf Úkraínumanna í rúst og hún þrái nú fátt heitar en að eignast heimili með stóru sprengjubyrgi til að tryggja öryggi fjölskyldu sinnar. 27.2.2022 17:32