Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7.10.2022 18:14
Víðtækt rafmagnsleysi í vesturhluta borgarinnar Rafmagnslaust er á Granda, sums staðar í vesturbænum, miðbænum og jafnvel Seltjarnarnesi vegna bilunar. Litlar upplýsingar liggja fyrir þessa stundina en segja má að slökkt sé á stórum hluta vesturhluta Reykjavíkur. 7.10.2022 17:03
Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28.8.2022 13:23
Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28.8.2022 11:24
Brutu jafnréttislög þegar konu var sagt upp vegna kynferðislegra tilburða Strætó bs. braut gegn jafnréttislögum þegar stjórnendur sögðu konu upp störfum eftir að kvartað var yfir óviðeigandi skilaboðum hennar til samstarfsmanns. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála en fjallað er um málið í nýrri ársskýrslu nefndarinnar. 28.8.2022 10:16
Freðhvolf, verkalýðshreyfingin og Hvassahraun til umræðu í Sprengisandi Freðhvolf, misskipting, greining Sólveigar Önnu á verkalýðshreyfingunni og framtíð hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þátturinn hefst klukkan tíu og verður hægt að fylgjast með honum neðar í fréttinni. 28.8.2022 09:30
Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. 27.8.2022 17:32
Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27.8.2022 17:04
Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27.8.2022 14:52
Bein útsending: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á flokkráðsfundi Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fer fram um helgina í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins flytja ávarp á þinginu í dag klukkan 14:20. Hægt verður að fylgjast með erindi hennar í spilaranum hér fyrir neðan. 27.8.2022 14:07