Tesla Model 3 mest seldi bílinn á Íslandi Tesla Model 3 var mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári en 858 slíkir rafbílar voru nýskráðir árið 2020. Næst á eftir kom tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander en 773 slík eintök voru nýskráð hér á landi, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. 8.1.2021 13:36
Gunnar Þormar er látinn Gunnar Þormar, tannlæknir og fyrsti formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, er látinn. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 3. janúar. 8.1.2021 12:30
Strengur orðinn meirihlutaeigandi í Skeljungi Fjárfestingafélagið Strengur á nú 50,06% hlut í Skeljungi að teknu tilliti til eigin bréfa Skeljungs. Er Strengur nú orðið meirihlutaeigandi eftir kaup á bréfum í alls 16 viðskiptum í gær samkvæmt tilkynningum til Kauphallar Íslands. 8.1.2021 11:20
Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. 7.1.2021 17:01
Kaupfélag selur líftæknifyrirtæki til kakósúpufabrikku Matvælafyrirtækið Vilko og bætiefnaframleiðandinn Náttúrusmiðjan hafa keypt allt hlutafé í íslenska líftæknifyrirtækinu Protis sem hefur verið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga frá upphafi. 7.1.2021 10:51
Sprenging átt sér stað í innlendri netverslun Í nóvember jókst innlend netverslun um 353% milli ára og nam alls 7,6 milljörðum króna. Hlutfallslega var netverslun mest í raf- og heimilistækjaverslunum þar sem 41% af kaupum fóru fram í gegnum netið. 6.1.2021 17:01
Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6.1.2021 15:52
„Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. 6.1.2021 11:31
Baldvin mun leiða Evrópuútgerð Samherja Baldvin Þorsteinsson mun taka við stjórnartaumunum hjá Deutsche Fischfang Union, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi og verða í forsvari fyrir útgerðarstarfsemi samstæðunnar í Evrópu. Hann tekur við af Haraldi Grétarssyni sem lætur af störfum í apríl. 5.1.2021 16:44
Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung Lífeyrissjóðirnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífsverk og Gildi hafa hafnað yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs ehf. á Skeljungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut. 5.1.2021 14:20