Úlla Árdal yfirgefur RÚV og kynnir náttúruperlur Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu og hóf störf þann 5. janúar. Þar mun hún sinna verkefnum sem er ætlað að styðja við uppbyggingu innviða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit með það að markmiði að gera svæðið ákjósanlegra til búsetu og fjárfestinga. 12.1.2021 16:52
Krefjast rannsóknar á rýmingu: „Þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf“ Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir kröfu um að strax verði hafin rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar á Seyðisfirði fóru ekki fram fyrr en skriður voru farnar að falla á bæinn. 12.1.2021 15:57
Bandarískt fyrirtæki festir kaup á LS Retail Bandaríska fyrirtækið Aptos hefur undirritað samning um kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail sem sérhæfir sig í þróun verslunar- og afgreiðslukerfa. Í tilkynningu frá LS Retail er Aptos sagt vera leiðandi fyrirtæki í tæknilausnum fyrir verslanir og að íslenska fyrirtækið verði starfrækt sem sjálfstæð eining innan Aptos samstæðunnar. 12.1.2021 14:48
Felldu tvo íslenska hesta eftir slys á flugvelli í Belgíu Fella þurfti tvo íslenska hesta eftir að gámur sem þeir voru fluttir í féll af palli á flugvelli í Belgíu rétt fyrir jólin. Icelandair Cargo hefur stöðvað frekari flutning á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu um óákveðinn tíma. 12.1.2021 13:12
Kristinn Harðarson ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Kristinn mun stýra allri framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjununum í Svartsengi og á Reykjanesi auk vatnsaflsvirkjunarinnar á Brú í Tungufljóti. 12.1.2021 11:02
Rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum á tímum faraldurs Á sama tíma og íbúðaverð tók að hækka í kjölfar vaxtalækkana á seinni hluta síðasta árs hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði staðið í stað. Frá janúar og fram í maí mældist lækkun milli mánaða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum en síðan tók við lítils háttar hækkun milli mánaða fram að október þegar verð tók að lækka. 12.1.2021 10:42
Fulltrúadeildin ætlar að leggja fram ákæru á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun á næstu dögum ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Þetta sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í bréfi til þingmanna á sunnudag. 11.1.2021 00:50
Liggur við að Kári spyrji hvað Svíinn í Sviss sé að reykja „Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér og það gleður mig,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þann spádóm að Íslendingar þyrftu að glíma við nýja bylgju kórónuveirufaraldursins í tengslum við hátíðirnar. Þess í stað hafi gengið prýðilega að halda faraldrinum hér niðri, sérstaklega ef litið er til Bandaríkjanna eða ríkja Evrópu. 10.1.2021 23:56
Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sóttvarnarhúsi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun. 10.1.2021 23:15
Elliði segir talsmenn Stjórnarskrárfélagsins nota sömu aðferð og Trump Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sakar forsvarsmenn Stjórnarskrárfélagsins um að nota sömu aðferð og Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, í baráttu sinni fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár. 10.1.2021 21:02