Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ný gögn stað­festa grun­semdir um að kvikan sé komin ansi ná­lægt yfir­borði

„Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Frey­steinn Sig­munds­son, jarðeðlis­fræðing­ur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni.

Við­snúningur í rekstri Ís­lands­pósts sem skilaði 104 milljóna króna hagnaði

Viðsnúningur var á rekstri Íslandspósts í fyrra sem hagnaðist um 104 milljónir króna samanborið við 511 milljóna króna tap árið 2019. Jókst afkoma félagsins þar með um 615 milljónir króna milli ára en á sama tíma drógust rekstrartekjur saman um 288 milljónir frá 2019 og námu í fyrra 7.457 milljónum króna í fyrra.

Ráða STJ sem ráð­gjafa vegna út­boðs á hlutum ríkisins í Ís­lands­banka

Bankasýsla ríkisins hefur ráðið STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Alls gáfu sjö aðilar kost á sér með áhugayfirlýsingum til að verða sjálfstæður fjármálaráðgjafi en að lokum var STJ valið og hefur fyrirtækið þegar hafið störf.

Óskar eftir fólki til að út­búa skemmti­­legan þjóð­hag­fræði­tölvu­leik

Svanhildur Hólm Valsdóttir kallar eftir því að frumkvöðlar útbúi sérstakan efnahagshermi svo stjórnvöld og almenningur geti betur áttað sig á áhrifum skattabreytinga. Hún hætti í fyrra sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún telur að það hafi verið til bóta að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra og segir að starfið sé á við tvær háskólagráður.

Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi

Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður.

Biðla til fólks að halda sig heima

Björgunarsveitir á Reykjanesskaga voru kallaðar út á þriðja tímanum og eru nú í viðbragðsstöðu eftir að Veðurstofa Íslands gaf út að óróapúls hafi mælst suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Sjá meira