Vaktin: Ráðherrar leggjast yfir tillögur Þórólfs og kynna aðgerðir Atli Ísleifsson og Eiður Þór Árnason skrifa 24. mars 2021 09:31 Frá fyrri upplýsingafundi Almannavarna og Embættis landlæknis. Vísir/Vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu í morgun til aukaupplýsingafundar klukkan 11 í dag. Hálftíma síðar var hætt við fundinn. Fjöldi smita sem greindist innanlands virðist vera kveikja óvissuástandsins. Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar um hertar aðgerðir innanlands í dag. Sautján greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þrír voru utan sóttkvíar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að gripið verði til harðra aðgerða hið snarasta. Reiknað er með því að boðað verði til upplýsingafundar seinni partinn að loknum fundi ríkisstjórnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Fjöldi smita sem greindist innanlands virðist vera kveikja óvissuástandsins. Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar um hertar aðgerðir innanlands í dag. Sautján greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þrír voru utan sóttkvíar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að gripið verði til harðra aðgerða hið snarasta. Reiknað er með því að boðað verði til upplýsingafundar seinni partinn að loknum fundi ríkisstjórnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. 24. mars 2021 00:13 Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. 24. mars 2021 00:13
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43