Almannavarnir funda með viðbragðsaðilum vegna lægðarinnar Almannavarnir funduðu í dag með sérfræðingum Veðurstofunnar, viðbragðsaðilum, ábyrgðaraðilum raforku, fjarskipta og samgangna vegna óveðursins sem gengur brátt yfir landið. 5.2.2022 17:58
Tveir árekstrar með skömmu millibili í Garðabæ Tveir tveggja bíla árekstrar áttu sér með stað með skömmu millibili á Hafnafjarðarvegi á fimmta tímanum nærri Olís í Garðabæ. Sjúkrabíll og dælubíll var sendur á vettvang frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði og var einn fluttur með minniháttar meiðsli á slysadeild. 5.2.2022 17:40
Hringormar fundust spriklandi í bleyju, ælu og við endaþarmsop eftir fiskát Átján hringormslirfur voru sendar til rannsóknar hjá Tilraunastöðinni að Keldum á tímabilinu 2004 til 2020. Fjórtán þeirra höfðu um tíma lifað í fólki og voru lifandi þegar þær fundust, þrjár fundust í lifandi fiski og ein var dauð. Smituðu einstaklingarnir voru allt frá því að vera ungbörn upp í fólk á níræðisaldri. 4.2.2022 15:05
Lokakeppni Gulleggsins 2022 Lokakeppni Gulleggsins fer fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni keppa til úrslita. Hægt er að fylgjast með viðburðinum sem hefst klukkan 16 í Grósku í spilaranum hér fyrir neðan og á stöðinni Stöð 2 Vísi. 4.2.2022 15:01
Kjartan Magnússon vill annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sækist eftir öðru sæti listans. 4.2.2022 14:19
Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%. 4.2.2022 13:40
Sigló Hótel orðið hluti af Keahótelum Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili. 4.2.2022 11:40
Arnþór hættur og segist hafa þurft að þola ofbeldishótanir á stjórnarfundum Arnþór Jónsson, stjórnarmaður SÁÁ, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna. Þetta tilkynnir hann í bréfi til stjórnarmanna í dag en Arnþór hefur unnið fyrir SÁÁ í yfir tuttugu ár og gegnt formannsembættinu í sjö ár. 4.2.2022 11:31
Keppast um að komast í hóp Controlant, Meniga og Pay Analytics Tíu teymi keppa til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í dag en keppnin hófst 15. janúar. Alls bárust 155 hugmyndir í ár og þar af yfir áttatíu kynningar frá teymum sem vildu freista þess að komast í lokakeppnina. 4.2.2022 07:00
Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3.2.2022 15:55