Nafn Íslendingsins sem lést á Tenerife Íslendingurinn sem lést á Tenerife á sunnudag í bílageymslu við heimili sitt hét Haraldur Logi Hrafnkelsson. 8.2.2022 11:48
Fullyrt að Íslendingur hafi látist í eldsvoða á Tenerife Íslenskur ríkisborgari um fimmtugt er sagður hafa látist í eldsvoða í bílskúr í heimahúsi við Costa Adeje á Tenerife á sunnudag. 8.2.2022 10:15
Mikil skerðing á skólastarfi um allt land Mikil röskun er á skólastarfi víða um land vegna veðurs. Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda. Þar er um að ræða fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. 7.2.2022 01:10
Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7.2.2022 00:04
Um 78 starfsmenn gista í nótt og aðrir eiga að bíða af sér veðrið Um 78 starfsmenn Landspítalans munu gista þar í nótt til að tryggja lágmarksmönnun á meðan versta óveðrið gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Stjórnendur spítalans biðja aðra stafsmenn um að leggja ekki af stað til vinnu fyrr en veðrinu slotar og óhætt er að fara af stað. 6.2.2022 23:24
Reyna ekki að ná þeim látnu upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Lík flugmanns og þriggja farþega sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. 6.2.2022 22:20
Búið að finna öll fjögur líkin Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. 6.2.2022 19:29
Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6.2.2022 17:40
Lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land. Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti. 6.2.2022 17:26
Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6.2.2022 14:45