Miss Universe Iceland: Nýbúin að læra að gera tattoo Jóna Vigdís Guðmundsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Southwestern Iceland. Jóna Vigdís starfar sem húðflúrslistakona á stofunni Lifandi list og stefnir á að útskrifast sem viðskiptafræðingur í framtíðinni. Hún segir keppnina gott tækifæri til að fara út fyrir þægindarammann og sigrast á feimninni. 1.8.2022 09:00
„Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1.8.2022 07:01
Þjóðhátíðarstemning á Íslenska listanum Af efstu fimm lögum Íslenska listans í þessari viku eru fjögur íslensk. Klara situr staðföst á toppi listans með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og má með sanni segja að Þjóðhátíðarstemningin sé að ná algjöru hámarki um helgina. 30.7.2022 16:01
„Það er enginn að fara að lifa þessu lífi fyrir þig“ Helga Hvanndal Björnsdóttir er heimspekimenntaður landvörður sem býr yfir ólæknandi ferðaþrá og hefur ferðast víðs vegar um heiminn. Á undanförnum árum hefur Helga Hvanndal verið búsett á ýmsum stöðum, erlendis og í afskekktri íslenskri náttúru, og segir morgunkaffið eina örugga fasta liðinn í hennar lífi. Hún starfaði sem sushi kokkur í dágóðan tíma áður en ævintýraþráin heltist yfir hana og segir bæði sushi og pizzu vera hennar uppáhalds mat. Helga Hvanndal er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 30.7.2022 11:30
„Við munum gefa allt okkar í þetta“ Hljómsveitin Reykjavíkurdætur spilar á sinni fyrstu Þjóðhátíð um helgina en þær hafa átt viðburðaríkt sumar og spilað á tónleikum víðs vegar, bæði hérlendis og erlendis. Þær hlakka mikið til að spila fyrir Brekkugesti og eru sérstaklega spenntar fyrir því að áhorfendur skilji allt sem þær segja. Blaðamaður tók púlsinn á Steiney Skúladóttur, meðlim hljómsveitarinnar, og fékk að heyra frá stemningunni hjá stelpunum. 29.7.2022 14:30
Sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð Lúðrasveit Vestmannaeyja er stofnuð árið 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur spilað á öllum þjóðhátíðum síðan og því sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Jarli Sigurgeirssyni, tónlistarmanni og stjórnanda Lúðrasveitarinnar, og fékk að heyra nánar frá atriði sveitarinnar. 29.7.2022 12:00
Beyoncé sendir frá sér nýja plötu og þakkar aðdáendum sínum Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé var að senda frá sér sína sjöundu stúdíó plötu sem ber nafnið RENAISSANCE, eða Endurreisn. Er um að ræða sextán laga breiðskífu sem kom út á miðnætti og er þetta fyrsti hluti af þremur sem Beyoncé hyggst gefa út sem seríu. 29.7.2022 11:00
Lætur ekkert stoppa sig Elsa Rún Stefánsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Central Reykjavík. Elsa er dugleg að ögra sjálfri sér og takast á við áskoranir og segir keppnina hafa aukið sjálfstraust hennar til muna. Hún hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á lífsleiðinni, fengið heilablæðingu tvisvar sem dæmi, en lætur ekkert stoppa sig og vill veita öðrum innblástur til að fylgja sínu. 29.7.2022 08:31
„Fólkið sér að okkur finnst þetta jafn gaman og þeim“ FM95Blö verður meðal atriða á Þjóðhátíð í ár en strákarnir hafa verið reglulegir flytjendur á hátíðinni undanfarin ár. Blaðamaður heyrði í Auðunni Blöndal og fékk að taka púlsinn á honum rétt fyrir stóru stundina. 28.7.2022 20:00
Ætlar að njóta hverrar einustu mínútu Tónlistarmaðurinn Hreimur hefur gefið út hvorki meira né minna en sex Þjóðhátíðarlög og þar á meðal er lagið Lífið er yndislegt sem flestir tengja óneitanlega alltaf við Þjóðhátíð. Hann kom fyrst fram á hátíðinni árið 1997 þegar Land og synir voru óþekkt hljómsveit. Hreimur hlakkar mikið til að Þjóðhátíð verði loksins aftur haldin nú um helgina. 28.7.2022 15:00