Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28.7.2022 11:31
Miss Universe Iceland: „Er svo mikill klaufi að það er erfitt að gera mig vandræðalega“ Sylwia Sienkiewicz tekur þátt í Miss Universe Iceland 2022 og ber titilinn Miss Diamond Beach. Sylwia elskar rækjupasta og hefði ekkert á móti því að flytja til Spánar í framtíðinni. Hún tók einnig þátt árið 2021 og segir að þar sem hún lærði heilmikið af fyrra skiptinu hafi hún ákveðið að skella sér aftur í keppnina. 28.7.2022 08:30
„Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“ Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram. 27.7.2022 20:00
„Nóg af grúvi og góðu skapi“ Sara Mjöll Magnúsdóttir er jazz tónlistarkona, píanó- og hammond-orgel leikari sem stendur fyrir tónleikum á morgun, 28. júlí, á Skuggabaldri. Sara Mjöll stundar nám við William Paterson University og er búin að búa í New Jersey í Bandaríkjunum í nokkur ár. 27.7.2022 15:31
„Alltaf verið bendlaður við alvöru partý stemningu“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ingi Bauer er maðurinn á bak við lög á borð við Dicks og Upp til hópa. Hann hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum og spilað víðs vegar um landið en hann er meðal atriða á Þjóðhátíð í ár og segist alltaf hafa verið bendlaður við alvöru partý stemningu. 27.7.2022 11:31
Miss Universe Iceland: Eltir drauma sína sama hvað öðrum finnst Hrafnhildur Haraldsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss East Reykjavík. Hrafnhildur elskar sushi og pizzu, lítur mikið upp til afa sinna og stefnir á læknisfræði í framtíðinni. Hún segir keppnina meðal annars hafa aukið sjálfstraustið og er stolt af því að elta drauma sína óháð áliti annarra. 27.7.2022 08:30
Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26.7.2022 15:31
„Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. 26.7.2022 11:31
Miss Universe Iceland: Gerði þau mistök að gefa dúfu franska kartöflu Sunna Dögg Jónsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Western Iceland. Sunna er enginn nýgræðingur í fegurðarsamkeppnunum og hefur keppt áður í slíkum bæði hérlendis og erlendis. Hún lifir fyrir líðandi stund en setur sér þó markmið og stefnir á að ljúka mastersgráðu í lögfræði í framtíðinni. 26.7.2022 08:31
Miss Universe Iceland: „Æfingin skapar meistarann“ Maríanna Líf Swain tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Njarðvík. Hún er að taka þátt í annað sinn í keppninni og segir þátttökuna hafa gert mikið fyrir sig og sitt sjálfstraust. Maríanna elskar gott sushi, stefnir á afbrotafræði í framtíðinni og er stolt af sterkri réttlætiskennd sinni. 25.7.2022 14:01