Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun. 3.7.2025 15:54
Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs „Þær voru flestar áratugi eldri en ég og með gjörólíkar áskoranir í sínum veikindum Ég var að missa af útskriftarveislum og þurfti að útskýra fyrir glænýjum kærasta að ég væri á leið í lyfjameðferð,“ segir Guðrún Blöndal, eða Gunna eins og hún er oftast kölluð. Gunna greindist með Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein snemma árs 2022, þá aðeins 21 árs gömul. 3.7.2025 07:03
Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Húrra Reykjavík, ein heitasta tísku- og lífsstílsverslun landsins, hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdarstjóra. Sá er viðskiptafræðingur og mikill tískuáhugamaður og heitir Marteinn Högni Elíasson. 2.7.2025 13:01
„Núna þori ég miklu meira“ Tískuskvísan og pílates pæjan Friðþóra vinnur sem þjálfari hjá World Class og er nær undantekningarlaust óaðfinnanleg til fara, enda alltaf haft áhuga á klæðaburði. Friðþóra er í sambúð með tónlistarmanninum Patrik Atlasyni og eru þau bæði óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali en Friðþóra ræddi við blaðamann um tískuna og hennar persónulega stíl. 2.7.2025 07:03
„Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. 1.7.2025 20:02
Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Forsala 2.000 miða á KALEO- tónleikana Vor í Vaglaskógi hófst klukkan 12.00 á hádegi í dag og seldust allir miðarnir upp á innan við einni mínútu. 1.7.2025 14:26
Árin hjá Spotify ævintýri líkust „Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin er alltaf smá óumflýjanleg,“ segir hönnuðurinn Orri Eyþórsson. Orri hefur komið víða við í heimi hönnunar og búið meira og minna erlendis síðastliðinn áratug. Hann er fluttur til Íslands og farinn að starfa hjá Reon eftir ævintýrarík ár hjá risafyrirtækinu Spotify en hann ræddi við blaðamann um þessi ævintýri. 1.7.2025 07:03
Grindavík sigursæl erlendis Þættirnir Grindavík hafa farið sigurför um heiminn en serían var í fjórða sinn að vinna til verðlauna í síðustu viku á hátíðinni Cannes Film Awards. 30.6.2025 17:02
„Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Það var líf og fjör þegar ljósmyndasýningin Að-drag-andi opnaði í hommalegustu blómabúðininni í bænum á dögunum. Margir lögðu leið sína í Grímsbæ til að virða einstakar ljósmyndir Írisar Ann fyrir sér. 30.6.2025 15:01
„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið. 30.6.2025 07:02