Nældi sér í einn umdeildan Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun. 3.9.2025 10:03
Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Í samfélaginu ríkir ákveðið þjóðbúningaæði og segja sumir tískuspekingar að slík flík sé ómissandi í fataskápinn fyrir þau sem kjósa að kalla sig alvöru skvísur. Þjóðbúningadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Þjóðminjasafninu laugardaginn 6. september og blaðamaður tók í tilefni af því púlsinn á Kristínu Völu formanni Heimilisiðnaðarfélags Íslands. 3.9.2025 07:02
Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það. 2.9.2025 13:26
Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Ástin svífur yfir vötnum í Vesturbænum en 107 drottningin Sylvía Hall, lögfræðingur hjá Logos og fyrrum fjölmiðlakona, sagði já við Viðar Þór Sigurðsson, sérfræðing á fjármálasviði hjá Norðurál, þegar hann bað um hönd hennar á dögunum. 2.9.2025 11:11
Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn,“ segir hin 29 ára gamla Emilía Heenen sem var að gefa út bókina Frá bumbu til fæðingar. Emilía, sem starfar sem lögfræðingur, á tvö börn og þótti erfitt að geta ekki rætt um meðgönguna við móður sína sem lést fjórum árum áður. 2.9.2025 07:02
Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk. 1.9.2025 16:30
Sagði nei takk við Durex en já við Netflix „Fyrir tíu árum hefði ég sagði að það væru engar líkur á því að ég væri hér í dag,“ segir fyrrum fótboltakappinn, leikarinn og IceGuys stjarnan Rúrik Gíslason en líf hans hefur þróast í ófyrirsjáanlegar áttir eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna 32 ára gamall. 1.9.2025 11:09
Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum „Mér finnst það eigi ekki að vera nein bönn þegar það kemur að klæðaburði, allir eiga rétt á að klæða sig eins og þeir vilja,“ segir Nína Rajani Tryggvadóttir Davidsson sem fer eigin leiðir í klæðaburði. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, fataskápinn og ógleymanleg stúdentspróf úr MR. 27.8.2025 20:04
Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir splunkunýtt og endurnýjað andlit sitt. Jenner sem er 69 ára virðist af mörgum nú vera á þrítugsaldri og segist hún í skýjunum með þessa róttæku breytingu. 27.8.2025 15:01
Opnar sig eftir handtökuna Það vakti gríðarlega athygli þegar rapparinn Lil Nas X var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um handtökuna í gær á Instagram síðu sinni. 27.8.2025 13:02