Dragi úr virðingu fyrir lögunum Íslendingar veðja næstmest allra Evrópuþjóða miðað við höfðatölu og verður ríkið af tæpum fimm milljörðum króna á ári í skatttekjur með núverandi löggjöf samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir það draga úr virðingu fyrir lögunum að hafa lagaumhverfi sem virkar ekki. 12.9.2024 12:13
„Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið. 11.9.2024 19:26
„Þetta er alvöru hret“ Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. 8.9.2024 20:03
Skoða að breyta Hópinu í safn Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. 8.9.2024 19:25
Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. 8.9.2024 13:33
Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Bæjarráð Grindavíkur vill að lokunarpóstar við bæinn verði fjarlægðir og bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi. Forseti bæjarstjórnar segist vilja sýna fólki að bærinn sé ekki vesældin ein. 8.9.2024 12:35
Hvetja fleiri til að láta mála vegglistaverk Búið er að kortleggja staðsetningu yfir 160 vegglistaverka í Reykjavík á nýju korti borgar. Listunnendur vilja sjá fleiri verk í úthverfum og utan höfuðborgarsvæðis. 7.9.2024 21:35
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. 7.9.2024 19:19
Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Klæðing hefur fokið af kafla vegarins um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Vindhviður náðu allt að 37 metrum á sekúndu í gær og segir upplýsinga fulltrúi Vegagerðarinnar fólk verða að aka varlega um svæðið. Gert verður við veginn eftir helgi. 7.9.2024 16:08
Hraun gæti náð að Reykjanesbraut á skömmum tíma í næsta gosi Eldfjallafræðingur telur líkur á að hraun nái að Reykjanesbrautinni á nokkrum klukkutímum komi til nýss eldgoss á Reykjanesskaga. Mögulega þurfi að hefja vinnu við að vernda innviði norðan við síðustu gosstöðvar. 7.9.2024 12:13