Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Inn­brots­þjófar á far­alds­fæti í nótt

Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. 

Stýri­vextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár

Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár.

Eldur kviknaði í dreka sem Mikki mús átti að sigra

Eldur kviknaði í véldrekanum Meinhyrnu í Disneyland í Kaliforníu á laugardagskvöld. Kviknaði eldurinn í miðju atriði í skemmtigarðinum en venjan er sú að Mikki mús sigri drekann. Eldurinn var þó fyrri til í þetta skiptið. 

Á­reitti fólk við verslunar­kjarna og stal bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. 

Bed Bath & Beyond gjaldþrota

Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. 

Fimmta hvert ung­menni með les­blindu

Í kringum tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til 24 ára á Íslandi glíma við lesblindu. Er lesblinda því mun algengari en talið var áður. Rannsókn sýnir fram á að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu líklegri til að enda hvorki í námi né vinnu síðar á lífsleiðinni.

Dæmdur fyrir of­beldis­fullt rán en ekki „fyllerís­slags­mál“

Heimildin greinir frá því að samkvæmt dómi yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, oftast þekktum sem Kleina, hafi hann ekki gerst sekur um „fyllerísslagsmál“ líkt og hann hafi haldið fram, heldur ofbeldisfullt rán. Þá hafi honum ekki verið sleppt eftir að fangelsisyfirvöldum þar í landi var mútað heldur þegar hann játaði aðild sína að umræddum ránum. 

Sjá meira