„Komin á þann stað að ég tek ábyrgð“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 16:20 Pavel Ermolinskij vann titilinn í fyrra með Val gegn Tindastól. Nú freistar hann þess að vinna titil á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Dúi Klukkan 19:15 mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari með Val sem leikmaður en stendur nú á hliðarlínunni og stefnir á að sigra Val. Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp. Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30