Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25.6.2025 23:01
„Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Allt stefnir í að met verði slegið í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi sem er þegar sú sjöunda lengsta í sögunni. Framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd segir staðfest að meirihluti nefndarinnar hafi reiknað veiðigjaldið rétt, þvert á það sem minnihlutinn hafi haldið fram. 25.6.2025 20:02
„Við erum auðvitað ekki komin þangað“ Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok. 23.6.2025 20:59
„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23.6.2025 13:41
Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að þróa botnvörpuveiðar til að minnka umhverfisáhrif þeirra. Það eigi líka við um aðrar veiðiaðferðir. Hafsvæði sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veiða hafi verið lokuð fyrir þeim. Maður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar segir þær valda alltof miklu tjóni. 19.6.2025 22:30
Tæpur helmingur ætlar að flytja aftur til Grindavíkur Tæplega helmingur Grindvíkinga sem selt hafa Þórkötlu eignir í bænum, telur líklegt að hann snúi aftur þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Yngra fólk er líklegra til að vilja snúa aftur en eldra eða sex af hverjum tíu. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir ánægjulegt að sjá hversu margir hyggja á endurkomu. 19.6.2025 12:25
Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. 18.6.2025 20:03
Þingmenn stjórnarandstöðu sagðir barnalegir Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um ófagleg vinnubrögð á Alþingi til að tefja að mál komist í gegn. Þingmaður Viðreisnar telur endurskoða þurfi þann tíma sem þingmenn hafa í ræðustól. Vælukór segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 18.6.2025 13:24
Vilja milljarð frá First Water sem hafnar vanefndum Fjögur fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water gera kröfur á félagið upp á ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda. Lögregla hefur verið kölluð til vegna ágreinings milli verktaka og félagsins. First Water vísar ásökunum til föðurhúsanna. Félagið hafi í öllum tilvikum farið að lögum. 13.6.2025 20:00
Sprengjum og öxum beitt við heimili til að kúga út fé Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Stjórnendur First Water vísa ásökunum til föðurhúsanna. Starfsmaður þeirra hefur einnig sætt hótunum. Lögregla lítur málið alvarlegum augum. 12.6.2025 19:02