Samþykktu löggjöf um breyttar losunarheimildir í flugi Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í morgun löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi en íslensk stjórnvöld hafa mótmælt þessum fyrirætlunum harðlega. Málið var samþykkt með 521 atkvæðum, en 75 greiddu akvæði gegn og 43 sátu hjá. 18.4.2023 12:02
Alelda jeppi í Garðabæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í jeppa á Reykjanesbraut í norðurátt við Hnoðraholt í Garðabæ um klukkan 7:30 í morgun. 18.4.2023 08:05
Mischa Barton til liðs við Nágranna Hollywood- og OC-stjarnan Mischa Barton mun ganga til liðs við leikarahóp áströlsku sápuóperunnar Nágranna sem hefja göngu sína að nýju síðar á árinu. 18.4.2023 07:57
Skýjað og einhver rigning sunnan og vestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt í dag þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu. Skýjað og rigning eða súld með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu og einnig líkur á þokusúld við ströndina. 18.4.2023 07:22
Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning við ríkið Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu nú í morgun undir nýjan kjarasamning við ríkið í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni. 17.4.2023 11:06
Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim. 17.4.2023 08:04
Hlýtt og rakt loft yfir landinu næstu daga Suðlægar áttir verða ríkjandi á landinu á næstu dögum með rigningu eða súld og jafnvel þokulofti, enda hlýtt og rakt loft yfir landinu af suðrænum uppruna. 17.4.2023 07:09
Gufubaðsklúbbarnir í Neskaupstað sjá fram á gjaldskrárhækkun Svokallaðir „gufubaðsklúbbar“ sem starfandi eru í Neskaupstað sjá fram á að dýrara verði fyrir þá að hittast utan hefðbundins opnunartíma sundlaugarinnar í bænum. Átta slíkir klúbbar eru nú starfræktir í Neskaupstað. 16.4.2023 07:00
Telja að Modestas sé sá sem fannst látinn Lögregla á Vesturlandi segir grun leika á að líkið sem fannst í Borgarfirði í gær sé af Modestas Antanavicius sem hvarf í upphafi árs. Réttarmeinafræðingur og kennslanefnd eigi þó eftir að skera þar endanlega úr um. 14.4.2023 13:34
Barn á Suðurlandi veiktist eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa sem innihélt fíkniefni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál þar sem barn hafði í gáleysi innbyrt sælgæti sem innihélt ólögleg fíkniefni. Upp komst um málið fyrr í mánuðinum. 14.4.2023 11:25