Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3.10.2024 13:31
Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti á lánum þar sem brugðist er við vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær þar sem stýrivextir voru lækkaðir úr 9,25 prósentum í 9,0 prósent. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka nú um 0,25 prósentustig, úr 11,0 prósentum í 10,75 prósent. 3.10.2024 12:28
Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Arion banka sem hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Rætt verður við formann Neytendasamtakanna, sem fagnar þessu, en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá. 3.10.2024 11:40
Engar hópuppsagnir í september Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í nýliðnum septembermánuði. 3.10.2024 10:25
Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Þjóðskrá hefur minnt Íslendinga sem búsettir eru erlendis og vilja vera tekna á kjörskrá fyrir tímabilið 1. desember 2024 til 1. desember 2028 að senda inn umsókn um slíkt fyrir 1. desember næstkomandi. Þingkosningar munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. 3.10.2024 08:49
Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Búið er að kynna þau tíu sprotaverkefni sem taka þátt í viðskiptahraðalnum Startup SuperNova í ár. Sérstakur fjárfestadagur hraðalsins fór fram í Grósku á dögunum þar sem frumkvöðlar, fjárfestar, sprotar og fleiri komu saman til að hlýða á fulltrúa sprotanna tíu kynna viðskiptalausnir sínar fyrir framan pallborð skipað fjárfestum og öðrum frumkvöðlum. 3.10.2024 08:34
Víða rigning eða slydda Lægð suðvestur af landinu stýrir veðrinu í dag og má víða reikna með norðaustankalda eða strekkingi og rigningu eða slyddu með köflum. Spáð er snjókomu til fjalla norðanlands. 3.10.2024 07:11
Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Brúðhjón sem fengu hrærivél í brúðkaupsgjöf skulu fá nýja glerskál fyrir hrærivélina frá söluaðilanum eftir að sprunga myndaðist í þriðja eða fjórða handþvotti. 2.10.2024 14:58
Allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir á ís Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka fyrirtækja í velverðarþjónustu séu nú á ís. Samninganefndir Eflingar og SFV sitja nú á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara, en Sólveig Anna segir ágætan skrið vera í viðræðunum. 2.10.2024 13:51
Watson skal áfram sæta gæsluvarðhaldi Dómstóll í Nuuk í Grænlandi hefur úrskurðað að kanadíski hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson skuli sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, eða til 23. október næstkomandi. 2.10.2024 13:25