Telja að maðurinn hafi kyrkt Emilie Meng Saksóknarnar í Danmörku telja að 32 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa rænt og nauðgað þrettán ára stúlku á Sjálandi í mars, hafi kyrkt hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og komið líki hennar fyrir í stöðuvatni. 17.5.2023 14:09
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17.5.2023 13:16
Lokayfirlýsingin stutt en nái vel utan um grundvallaratriðin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag. 17.5.2023 09:57
Undirrituðu yfirlýsingu um skráningu þess tjóns sem Rússar hafa valdið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, undirrituðu í morgun yfirlýsingu um að Evrópuráðið skrásetji það tjón sem Rússar hafi valdið og eru að valda í Úkraínu. 17.5.2023 08:40
Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17.5.2023 08:21
Sló met yfir fjölda ferða á topp Everest Nepalski sjerpinn Kami Rita hefur slegið met yfir fjölda ferða á topp Everest, hæsta fjall heims. Hann komst á topp Everest í 27. sinn fyrr í dag, þremur dögum eftir að annar sjerpi, Pasang Dawa, hafði jafnað met hans. 17.5.2023 07:41
Hiti að sautján stigum norðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan golu eða kalda í dag og smáskúrir á víð og dreif. Gert er ráð fyrir þurru og nokkuð björtu á Norðaustur- og Austurlandi. 17.5.2023 07:15
Eyjólfur Árni endurkjörinn formaður með 99 prósent atkvæða Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í dag. 16.5.2023 14:46
Þórdís Kolbrún tók á móti forsætisráðherra Úkraínu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók á móti Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, þegar hann kom ásamt öðrum í sendinefnd Úkraínu með flugi til Reykjavíkurflugvallar um hádegisbil í dag. 16.5.2023 13:15
Tekur við stöðu formanns Félags kvenna í atvinnulífinu Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi, var kjörin nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðustu viku. 16.5.2023 10:34