Almennt rólegt veður en allhvassir vindstrengir suðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegu veðri hér á landi í dag, norðaustan kalda eða stinningskalda og skúrum eða éljum. Þó má reikna með þurru og björtu á Suður- og Suðvesturlandi, en suðaustantil á landinu má búast við allhvössum vindstrengjum. 2.11.2023 07:19
Ekkert skutl upp að dyrum í Keflavík í næstu viku Ekki verður hægt að keyra flugfarþega á leið úr landi um svokallaða brottfararrennu fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í næstu viku. Framkvæmdir munu þar hefjast á mánudag, 6. nóvember, og er reiknað með að þær standi fram á sunnudaginn 12. nóvember. 1.11.2023 12:17
Austlæg átt og heldur hvassara við suðurströndina Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu en heldur hvassara við suðurströndina. 1.11.2023 07:12
Ingunn tekur við Olís af Frosta Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum 31.10.2023 16:41
Enya og Garbó fá grænt ljós en ekki Laurasif Mannanafnanefnd birti í dag nýja úrskurði sína þar sem nefnin leggur blessun sína yfir eiginnöfn á borð við Enya, Garbó og Harley. Þó er beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað. 31.10.2023 15:54
Fyrsta flug easyJet til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga. 31.10.2023 15:30
Seiðskrattinn og elddrottningin heimsækja Árbæjarsafn á Hrekkjavöku Hrekkjavaka verður að vanda haldin hátíðleg á Árbæjarsafni í Reykjavík í kvöld þar sem seiðskrattinn ógurlegi og elddrottningin munu meðal annars sýna listir sínar. 31.10.2023 11:19
Átta ára drengur lést í umferðarslysi við Ásvelli Átta ára drengur lést í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði síðdegis í gær. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 31.10.2023 09:43
Bjarni Guðnason er látinn Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingmaður og prófessor, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 95 ára að aldri. 31.10.2023 08:06
Fá tvö ný námurannsóknaleyfi og er nú stærsti leyfishafinn á Grænlandi Amaroq Minerals hefur fengið verulega auknar heimildir til námurannsókna á Suður-Grænlandi eftir að hafa tryggt sér tvö ný námurannsóknaleyfi frá ríkisstjórn Grænlands. Með nýju heimildunum er fyrirtækið handhafi leyfa sem ná til alls 9.785,56 ferkílómetra og er orðinn stærsti leyfihafinn á Grænlandi. 31.10.2023 07:52