varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Væta um sunnan- og vestan­vert landið

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu, en hægari austantil. Reikna má dálítilli vætu um sunnanvert landið en lengst af þurrt fyrir norðan.

Um sex­tán stiga frost við Mý­vatn

Norðanátt færði kaldan loftmassa yfir landið í gær og var allvíða hægur vindur og bjart yfir í nótt. Það voru því nokkuð góðar aðstæður fyrir frostið að ná sér á stik og kaldast mældist 16,1 stigs frost við Mývatn.

Styttan af séra Frið­riki tekin niður

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur.

Segir þingið lamað vegna sundrungar innan ríkis­stjórnar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina óstarfhæfa vegna sundrungar og Alþingi vera lamað fyrir vikið. Bendir þingmaðurinn á því til stuðnings á fá stjórnarfrumvörp hafi komið til þingsins og að það sem af sé hausti hafi þingið einungis afgreitt tvö stjórnarfrumvörp.

Strætó­bíl­stjórinn og far­þegi sluppu án meiðsla

Bílstjóri og einn farþegi voru um borð í strætisvagni sem fór á hliðina í vonskuveðri á þjóðveginum í Hrútafirði í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Strætó segir þá ekki hafa slasast í veltunni fyrir utan að hafa verið í nokkru áfalli.

Sjá meira