Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. 30.1.2025 12:01
Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Grindvíkingar hafa blásið í herlúðra í Bónus deildinni í körfubolta og nýverið kynnt komu þriggja nýrra leikmanna. Einn þeirra er fyrrverandi NBA leikmaður. Þjálfari liðsins, Jóhann Þór Ólafsson, segir pirring hafa gert vart um sig í leikmannahópnum varðandi ákveðna hluti. Hann bindur vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur. 30.1.2025 09:31
Gunnar mætir Kevin Holland í búrinu í London Gunnar Nelson mun að öllum líkindum mæta Kevin Holland í bardagabúrinu á vegum UFC á O2 leikvanginum London þann 22.mars næstkomandi. 29.1.2025 15:30
Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikin í kvöld. Átján leikir eru á dagskrá og fylgst verður með gangi mála í öllum þeirra í Meistaradeildarmessunni í umsjón Guðmundar Benediktssonar á Stöð 2 Sport 2. Spennan er mikil fyrir þessa síðustu umferð, ógjörningur að segja hvaða lið komast á næsta stig keppninnar, stór nöfn gætu setið eftir. 29.1.2025 12:00
Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti. 25.1.2025 14:31
Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Þeir Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmenn Íslands í handbolta gerðu upp svekkjandi sex marka tap Íslands gegn Króatíu á HM í handbolta í hlaðvarpssætinu Besta sætið. Þar veltu þeir vöngum yfir því hvað betur hefði mátt fara í leik íslenska liðsins. 25.1.2025 13:32
Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Gísli Bragi Hjartarson múrarameistari og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri er látinn. Gísli, sem var á 86. aldursári, er faðir Alfreðs Gíslasonar, landsliðsþjálfara Þýskalands og fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta og lést hann á þriðjudaginn síðastliðinn, 21.janúar, sama dag og Alfreð stýrði Þýskalandi gegn Danmörku á HM í handbolta. 25.1.2025 12:34
Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið. 21.1.2025 14:01
Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Víkingur Reykjavík mun leika heimaleik sinn í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu gegn gríska liðinu Panathinaikos í Helsinki, höfuðborg Finnlands. 21.1.2025 13:24
Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Magnus Landin, einn af stjörnuleikmönnum danska landsliðsins í handbolta, segist lengi vel hafa hræðst Alfreð Gíslason, núverandi landsliðsþjálfara Þýskalands. Danmörk og Þýskaland mætast í milliriðlum HM í handbolta í kvöld. 21.1.2025 13:03