Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Konu sem ætlaði, eins og svo margir, að gera sér glaðan dag í miðborginni á þjóðhátíðardaginn í gær var verulega brugðið yfir viðskiptaháttum veitingamanns þar. Hún var ásamt vinkonu sinni rukkuð um 1.500 krónur fyrir það eitt að setjast til borðs. Veitingamaðurinn stendur keikur og segir gjaldið ekkert nema eðlilegt. 18.6.2025 16:00
Steinþór sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir Steinþóri Einarssyni, sem var ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans. 18.6.2025 14:04
Ósk um að heita Óskir hafnað Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að taka kvenmannsnafnið Óskir á mannanafnaskrá. Aftur á móti má nú heita Lýðgerður Míkah. 18.6.2025 13:28
„Það er komin aðeins skýrari mynd“ Skýrari mynd er komin á atburði á Edition-hótelinu aðfaranótt laugardags, þegar tveir franskir ferðamenn fundust látnir. Ferðmennirnir voru búsettir á Írlandi. 16.6.2025 15:27
Kanadískt svifryk hrellir borgarbúa Styrkur fíns svifryk hefur hækkað á nokkrum mælistöðvum í borginni yfir helgina og í dag. Sennilega er hér um að ræða mengun frá skógareldum í Kanada en samkvæmt kanadísku veðurstofunni hefur mengunarský frá eldunum dreifst um Kanada, Bandaríkin og til Evrópu. 16.6.2025 14:36
Tryggir þjónustu við konur með endómetríósu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta vinna samræmt verklag um þjónustu við konur með endómetríósu samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum. 16.6.2025 12:59
Höfðu samband við frönsku lögregluna vegna andlátanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í sambandi við lögregluna í Frakklandi vegna voðaverkanna á hótelhergi á Edition í Reykjavík í fyrradag. 16.6.2025 12:07
Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. 13.6.2025 15:58
Keyptu Björgólf strax út úr Heimum Kaup Heima á Grósku ehf. af þeim Andra Sveinssyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og Birgi Má Ragnarssyni eru nú frágengin. Kaupverðið var greitt með hlutum í Heimum og þeir urðu stærstu hluthafar félagsins. Samhliða uppgjörinu keyptu þeir Andri og Birgir Már Björgólf Thor út úr Heimum, en þeir hafa verið kallaðir hægri og vinstri hönd hans. 13.6.2025 15:50
Stólaleikur í Svörtuloftum Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Seðlabanka Íslands. Breytingar eru þó þess eðlis að enginn hættir og enginn nýr kemur til starfa, heldur skipta þrír stjórnendur aðeins um stóla. 13.6.2025 15:08