Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina. 17.10.2025 13:25
Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Oddný Sv. Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri, ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og ljóðskáld lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. 17.10.2025 12:06
Origo kaupir Kappa Origo hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé hugbúnaðarráðgjafafyrirtækisins Kappi ehf., sem sérhæfir sig í innleiðingu Microsoft Business Central, sem er nýjasta kynslóð viðskiptakerfa frá Microsoft. Kaupin eru hluti af stefnu Origo um að efla stöðu sína sem leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana í hagnýtingu Microsoft lausna, þar á meðal Business Central, Power Platform, Fabric og Azure. 17.10.2025 11:59
Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“. 17.10.2025 11:01
Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Aðalheiður Ámundadóttir er gengin til liðs við Gímaldið, nýjan fjölmiðil sem hleypt verður úr vör innan skamms. 17.10.2025 10:25
Gengi Sýnar í frjálsu falli Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30. 17.10.2025 09:55
Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Yfirvöld í Sýrlandi hafa samþykkt að taka við Mohamad Kourani, sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir rúmu ári, verði hann sendur þangað. Nú stendur það aðeins á náðunarnefnd að hann verði fluttur úr landi og settur í endurkomubann í áratugi. 16.10.2025 17:17
Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Samkeppniseftirlitið mun taka möguleg samkeppnislagabrot starfsmanna viðskiptabanka í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða til alvarlegrar skoðunar. 16.10.2025 15:43
Refsing Kristjáns Markúsar milduð Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Landsrétti fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann hlaut sextán mánaða fangelsisdóm í héraði. Konan sem hann réðst á hlaut höfuðkúpubrot þegar hann kastaði ótilgreindum hlut í hana. 16.10.2025 15:10
Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Icelandair hefur bætt Faro í Algarve-héraði Portúgals við leiðakerfið sitt og hefur flug þangað 26. mars næstkomandi. Play hóf að fljúga þangað í apríl í fyrra og gerði þar til að félagið fór á hausinn á dögunum. 16.10.2025 13:12