Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Arn­fríður og Víðir Smári tíma­bundið í Lands­rétt

Arnfríður Einarsdóttir, fyrrverandi landsréttardómari, og Víðir Smári Petersen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, tóku sæti á dómarabekk Landsréttar í gær. Um skammtímasetningar út febrúar er að ræða.

Fundinum mikil­væga frestað

Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum.

Stað­festa þunga sekt vegna tuga dulinna aug­lýsinga

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, um að ákvörðun Fjölmiðlanefndar um 1,5 milljóna króna sekt yrði ógilt. Árvakur var sektaður vegna 48 dulinna viðskiptaboða á Mbl.is á rúmlega einu ári.

Sjö sækja um tvær lausar stöður

Sjö sóttu um tvær lausar stöður dómara við Landsrétt. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt og hins vegar er um að ræða setningu í embætti. Á listanum er að finna fimm héraðsdómara, einn lögmann og einn dósent í lögfræði.

Reisa minnst 2.600 fer­metra á Völlunum á tólf mánuðum

Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir. Byrjað verður á 2.600 fermetrum að Jötunhellu 5 en til greina kemur að sameina lóðir að Jötnahellu 5 og 7 og stækka húsnæðið og athafnasvæði lóðanna til muna.

Hag­vöxtur mun minni en reiknað var með

Versnandi horfur í útflutningi lita hagvöxt næstu ára. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði 1,7 prósent í ár og 1,8 prósent á næsta ári. Reiknað er með að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar í ár en að fjárfesting láti undan á næsta ári á meðan einkaneysla og samneysla vaxa áfram. Í júlí síðastliðnum var reiknað með að hagvöxtur yrði 2,2 prósent í ár og 2,5 prósent á næsta ári.

Sak­felldur fyrir morð og refsing þyngd veru­lega

Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur.

Um­deildur skóla­stjóri í leyfi á meðan út­tekt er gerð

Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, hefur verið send í leyfi á meðan farið verður í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum. Tæp þrjú ár eru síðan hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla eftir að fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans undirrituðu yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur henni.

Bera á­byrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn

Gámaflutningar ehf. hafa verið sýknaðir af kröfum Landslagna ehf., sem lentu í því í fyrra að gámur í eigu félagsins var fluttur án heimildar á Hólmsheiði, þar sem hann fannst tómur. Gámaflutningar voru taldir ábyrgir fyrir þjófnaðinum en Landslagnir voru ekki taldar hafa fært sönnur á tjón sitt.

Sjá meira