Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Orðnar vanar hitanum án loft­kælingar en fannst rigningin góð

Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins.

Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið

Fabio Deivson Lopes Maciel, 44 ára gamall markmaður Fluminense, er langelsti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann hefur slegið heimsmet ítalska markmannsins Gianluigi Buffon fyrir að halda marki oftast hreinu og er nú á leið með að verða leikjahæsti fótboltamaður allra tíma. 

„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“

Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla.

Bonmatí komin til móts við spænska lands­liðið

Besti leikmaður heims, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí, er komin til móts við spænska landsliðið á æfingasvæðinu í Sviss eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús á Spáni vegna heilahimnubólgu.

Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon

Hitabylgja svífur nú yfir Bretlandseyjar og setur svip sinn á Wimbledon tennismótið sem fer þar fram. Svipaðar aðstæður komu upp fyrir áratug síðan og þá leið yfir boltastrák. Hitinn gæti orðið sá hæsti frá upphafi í ár en skipuleggjendur mótsins hafa lært af reynslunni og munu leyfa vatnspásur.

Annað á­fall fyrir and­stæðinga Ís­lands

Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu.

Fimm­tán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki á­frýjað

Fimmtán daga skilorðsbundnum fangelsisdómi norska frjálsíþróttaþjálfarans og fjölskylduföðurins Gjert Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað af saksóknara, þrátt fyrir að upphaflega hafi hann farið fram á tveggja og hálfs árs fangelsi.

Karó­lína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss en virðist á sama tíma vera að ganga frá samningi við ítalska stórliðið Inter. Fréttamenn þar í landi slá því föstu að Karólína kvitti undir samning á allra næstu dögum.

Sjá meira