Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fullt af leikjum frestað í frostinu

Þrettán leikjum í efstu deildum Englands var frestað í dag vegna mikils frosts. Aðeins Íslendingaleik var frestað en fáir Íslendingar komu við sögu í sínum leikjum. 

Þrjú rauð spjöld og Conte í slags­málum

Þremur rauðum spjöldum var lyft á loft og þjálfarinn Antonio Conte lenti í áflogum þegar Napoli sótti 2-0 sigur á útivelli gegn Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni.

Ingi­mar Stöle semur við Val

Ingimar Torbjörnsson Stöle er genginn til liðs við Val í Bestu deild karla í fótbolta en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá KA.

Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert

Matheus Cunha gat ekki glaðst mikið yfir stiginu sem Manchester United sótti gegn Leeds í 20. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar. Hann skilur líka ekkert í því að mark hafi verið dæmt af honum þegar Benjamin Sesko var sá sem stóð í rangstöðunni.

Al­fons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu

Birmingham vann 3-2 sigur gegn toppliði Coventry, sem endaði með aðeins tíu menn á vellinum, í 26. umferð ensku Championship deildarinnar. Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson komu báðir við sögu og kunna að klæða sig í réttar treyjur. 

Skar sig á klósettinu milli leikja

Gian van Veen greindi frá ástæðu þess að blóðdropi sást á píluspjaldinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. Hann skar sig óvart þegar hann fór á klósettið milli leikja.

„Einn besti markmaður heims“

Varnir vinna titla og markverðir eru sannarlega inni í myndinni þar eins og Joan Garcia, markmaður Barcelona, sýndi í gærkvöldi þrátt fyrir baul úr stúkunni.

Sjá meira