Gengi Novo Nordisk steypist niður Hlutabréfaverð í danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk hefur steypst um hátt í tuttugu prósent um leið og væntingar af lyfjasölu í Bandaríkjunum hafa dregist saman. Í miðju blóðbaðinu tilkynnti fyrirtækið að það hafi valið sér nýjan forstjóra. 29.7.2025 11:57
Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bátaverkstæði í Bolungarvík af kröfum fiskiútgerðarinnar Glifsu, sem tókst ekki að sanna að verkstæðið hafi valdið tjóni í bátsvél útgerðarinnar. Margt annað gæti hafa átt sinn þátt í biluninni, til dæmis að vélin væri sautján ára gömul. 29.7.2025 10:34
„Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Alþjóðasamtök sem heyra undir Sameinuðu þjóðirnar vara við versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar á Gasaströndinni, þar sem stríð hefur geisað í ríflega eitt og hálft ár. 29.7.2025 08:59
Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kölluð út rétt fyrir klukkan 15 í dag vegna hjólreiðamanns sem slasaðist í grennd við Kerlingarfjöll. 28.7.2025 15:44
Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. 28.7.2025 13:35
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28.7.2025 11:47
Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Hið minnsta sex eru látnir í Bangkok, höfuðborg Taílands, eftir að maður hleypti af skotum á markaði, að sögn taílensku lögreglunnar. 28.7.2025 08:22
Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Todd Blanche, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hittir í dag Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamann og samverkamann Jeffrey Epstein. 24.7.2025 16:32
Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Starfsfólki Vínbúðarinnar í Austurstræti var gert að klára vinnudaginn sinn eftir að maður lést í versluninni í síðustu viku. Stjórnendur ÁTVR harma að svo illa hafi verið brugðist við en segja að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp næsta dag. 24.7.2025 15:03
Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. 24.7.2025 14:20