Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til.

Þing­menn stjórnar­and­stöðu foxillir yfir því að funda á sunnu­degi

Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf.

Veitinga­menn óttist að styggja em­bættis­menn

Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt.

Reglu­verk setur lang­borðinu stólinn fyrir dyrnar

Veitingastaðir í Reykjavík hafa þurft fresta hinu árlega langborði um nokkrar vikur þar sem regluverk hjá heilbrigðiseftirlitinu gerir það að verkum að auglýsa þurfi starfsleyfi í fjórar vikur áður en það er veitt.

Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eigin­manni

Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu.

Sjá meira