Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku og má sömuleiðis ekki skella sér út á lífið yfir fjögurra mánaða tímabil. 14.10.2024 17:01
Frank Walter Sands er fallinn frá Frank Walter Sands, athafnamaður og stofnandi veitingastaðanna Vegamóta og Reykjavík Bagel Company, er látinn, aðeins 58 ára gamall. Frank lést á sjúkrahúsinu í Avignon 8. október sl. af völdum hastarlegra ofnæmisviðbragða og hjartaáfalls þar sem hann var staddur í fríi í Suður-Frakklandi. 14.10.2024 10:23
Vilja losna við bækur með grófu kynferðisofbeldi Tveir nemendur við Menntaskólann á Akureyri berjast fyrir því að nemendur þurfi ekki að lesa ítarlegar og grófar lýsingar á kynferðisofbeldi í námsefni í skólanum. Þeim berst stuðningur úr mörgum áttum en kveikjan að málinu er bókin Blóðberg sem fjallar um unga stúlku sem verður fyrir nauðgun. 10.10.2024 07:01
Í vandræðum í Bláa lóninu Ökumaður bíls komst í hann krappann á bílastæði Bláa lónsins í gær þegar bíll hans endaði úti í skurði. Bandarískur ferðamaður festi vandræðin á filmu. 10.10.2024 06:38
The Guardian fjallar um túrismann sem gleypi íslenska tónleikastaði Tíðindi af fækkun tónlistarstaða í Reykjavík þar sem listamenn á borð við Björk, Sigur Rós og Ólaf Arnalds stigu áður á stokk hafa ratað í heimsfréttirnar. The Guardian fjallar um hina miklu fjölgun ferðamanna og hótela sem hafi hreinlega gleypt minni tónleikastaði. 9.10.2024 16:13
Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu. 9.10.2024 15:48
Geitin er risin fyrr en nokkru sinni IKEA-geitin er risin í Kauptúni og er sérstaklega snemma á ferðinni. Hún hefur undanfarin ár verið tendruð um miðjan október en er nú komin á sinn stað nokkrum dögum fyrr. 9.10.2024 14:33
Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið Ferðamaður tók vel í beiðni pars um að hann tæki af þeim paramynd á Þingvöllum í morgun. Þegar myndatökunni var lokið og parið á bak og burt áttaði ferðamaðurinn sig á því að hann var kortaveskinu fátækari. 9.10.2024 13:37
Sagðist nýlega hafa rætt við löngu látna konu sína Karlmaður um sextugt sem leysti út lyf löngu látinnar sambýliskonu og dvaldi í félagslegri íbúð hennar í Reykjavík í tæpan áratug tjáði lögreglu í fyrstu skýrslutöku að hann hefði rætt við konuna í síma tveimur vikum fyrr. Það var 27. apríl 2023. Konan lést árið 2014. 9.10.2024 07:02
Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Prófessorar og sérfræðingar í krabbameini og reykleysi segja brýnt að ná til innflytjenda hérlendis þar sem reykingar eru mun algengari en almennt gerist í landinu. Markmiðið að gera Ísland að reyklausri þjóð sé innan seilingar. Fyrirtæki eru hvött til að nálgast myndskreitta bæklinga á þremur tungumálum og kynna fyrir starfsfólki. 8.10.2024 14:42