Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Kristján Gíslason segist hafa lært að fólk sé gott og heimurinn sé fallegur staður eftir að hafa farið einn á mótorhjóli hringinn í kringum hnöttinn og svo í gegnum alla Afríku. Kristján, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist gjörbreyttur maður eftir að hafa flakkað um allan heim einn síns liðs á mótorhjólinu. 29.1.2024 08:00
LHÍ hafnar með öllu að kyn hafi skipt máli við ráðninguna Listaháskóli Íslands hafnar því með öllu að kyn umsækjenda hafi haft nokkuð með það að gera þegar kona var ráðin lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild skólans árið 2022. Þá hafi kærunefnd jafnréttismála ekki leitað eftir upplýsingum um aðkomu rektors í málinu sem skipti sköpum í úrskurði nefndarinnar. 26.1.2024 17:15
Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25.1.2024 21:55
Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25.1.2024 18:28
Rafmagnslaust eftir að eldingu laust niður á Suðurnesjalínu Íbúar í Keflavík, Njarðvík, Ásbrú, Sandgerði, Garði og víðar á Suðurnesjum hafa ekkert rafmagn sem stendur. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að öllum líkindum að eldingu hafi lostið niður á Suðurnesjalínu I. 25.1.2024 15:06
Bjarni felur Brynjari að leiða aðgerðir gegn gullhúðun Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum. 25.1.2024 13:08
Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þéttbýli úti Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum. 25.1.2024 12:00
Telja brotið á mannréttindum flugfólks ADHD samtökin telja ljóst að brotið sé með margvíslegum hætti á ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi með innleiðingu skimana flugáhafna vegna notkunar geðvirkra efna á borð við lyfja við ADHD. Samtökin kalla eftir skýringum frá Samgöngustofu, Isavia, íslensku flugfélögunum og fleirum. 25.1.2024 10:50
Skellti upp úr yfir óvæntum hávaðakvörtunum Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík. 24.1.2024 16:37
Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglu fjölgað verulega Ríkislögreglustjóri telur að aukin áherslu á rannsóknir heimilisofbeldismála og stuðning við brotaþola hafi leitt til mikillar fjölgunar tilkynninga um heimilisofbeldi. Þau eru nú tæplega helmingur allra ofbeldisbrota. 24.1.2024 14:49