Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. Viðskipti innlent 30. mars 2020 17:24
Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. Viðskipti innlent 30. mars 2020 12:19
Margrét María nýr lögreglustjóri Austurlands Margrét María Sigurðardóttir hefur verið skipuð í embætti lögreglustjórans á Austurlandi. Innlent 27. mars 2020 20:21
Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. Viðskipti innlent 27. mars 2020 15:21
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Innlent 27. mars 2020 12:49
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. Innlent 27. mars 2020 07:03
Arndís Soffía nýr sýslumaður í Vestmannaeyjum Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur, hefur verið skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl. Innlent 26. mars 2020 19:02
Viðar hættir sem forstjóri Valitors eftir áratug í starfi Viðar Þorkelsson er sagður hafa komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að hann láti af störfum sem forstjóri Valitors, eftir áratug við stjórnvölinn. Viðskipti innlent 26. mars 2020 16:57
Ráðgjafi ríkisstjórnarinnar færir sig til ASÍ Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Viðskipti innlent 25. mars 2020 11:53
Bára Mjöll komin til Bláa lónsins Bára Mjöll Þórðardóttir er nýr upplýsingafulltrúi Bláa lónsins. Viðskipti innlent 23. mars 2020 14:04
Tekur við starfi safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar Alma Dís Kristinsdóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar. Hún tekur við starfinu þann 1. maí næstkomandi. Menning 23. mars 2020 10:38
Liv ráðin forstjóri ORF Líftækni Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni og tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 23. mars 2020 10:13
Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Innlent 20. mars 2020 12:49
Átján sóttu um starf borgarritara Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum. Innlent 19. mars 2020 15:36
Thelma Kristín ráðin verkefnisstjóri Jafnvægisvogar FKA Thelma Kristín Kvaran hefur verið ráðin verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA. Viðskipti innlent 18. mars 2020 16:42
Ríkissaksóknari vill verða hæstaréttardómari Fjórir dómarar við Landsrétt auk ríkissaksóknara sóttu um laust embætti dómara við Hæstarétt. Innlent 18. mars 2020 16:32
Kristinn frá Alcoa til Orku náttúrunnar Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar (ON). Viðskipti innlent 18. mars 2020 12:12
Katrín Olga og Magnús Þór ný í stjórn Landsnets Katrín Olga Jóhannesdóttir og Magnús Þór Ásmundsson hafa komið ný inn í stjórn Landsnets. Viðskipti innlent 16. mars 2020 10:11
Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs Einhver þekktasti blaðamaður landsins snýr aftur. Viðskipti innlent 13. mars 2020 15:19
Sigríður Björk skipuð ríkislögreglustjóri Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Innlent 12. mars 2020 16:01
Guðbjörg Heiða og Anna Kristín koma inn í framkvæmdastjórn Marels Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel en hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Marels á Íslandi. Þá hefur Anna Kristín Pálsdóttir verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel. Viðskipti innlent 9. mars 2020 10:38
Bjarni skipar þrjá í fjármálastöðugleikanefnd Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað þau Axel Hall, Bryndísi Ásbjarnardóttur og Guðmund Kristján Tómasson í fjármálastöðugleikanefnd. Viðskipti innlent 6. mars 2020 14:17
Jón Ásgeir tekur við formennsku stjórnar Skeljungs Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr formaður stjórnar Skeljungs. Hann var áður vararstjórnarformaður félagsins en ný stjórn var kjörinn á aðalfundi í gær. Viðskipti innlent 6. mars 2020 11:27
Uppsagnir fylgja breytingum Magnúsar Geirs sem helgar sig listrænni stjórnun Þremur starfsmönnum á skrifstofu Þjóðleikhússins og samningum við fimm fastráðna leikara hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar eru hluti af breytingum á skipulagi Þjóðleikhússins. Menning 5. mars 2020 14:00
Magnúsi ætlað að laða að fjárfestingar til Norðurlands vestra Magnús Jónsson hefur verið ráðinn í nýtt starf verkefnastjóra hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Viðskipti innlent 5. mars 2020 13:15
Thelma nýr hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík Thelma Theodórsdóttir hefur verið ráðin nýr hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík. Viðskipti innlent 5. mars 2020 11:18
Jón Birgir og Kristján taka við nýjum stöðum hjá Völku Jón Birgir Gunnarsson hefur tekið við sem sviðstjóri sölu- og markaðssviðs hátæknifyrirtækisins Völku. Þá hefur Kristján Hallvarðsson við nýrri stöðu sem vinnsluráðgjafi. Viðskipti innlent 4. mars 2020 12:35
Gunnar tók Guðrúnu í bóndabeygju Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Hann hlaut 29 atkvæði gegn 21 atkvæði Guðrúnar Tryggvadóttur, sitjandi formanns, í formannkosningu sem fram fór í dag. 53 voru á kjörskrá og greiddu 52 atkvæði. Tveir skiluðu auðu. Viðskipti innlent 3. mars 2020 14:34
Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem beðið er samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 3. mars 2020 13:30
Birta ráðin listrænn stjórnandi Listar án landamæra Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri og myndlistarmaður, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Listar án landamæra, að því er fram kemur í tilkynningu. Menning 3. mars 2020 08:48