Birgir Jónsson nýr forstjóri Play Birgir Jónsson hefur verið kynntur til sögunnar sem forstjóri flugfélagsins Play. Hann staðfestir ráðninguna við fréttastofu. Túristi og Fréttablaðið greindu fyrst frá. Viðskipti innlent 12. apríl 2021 13:35
Sylvía Kristín nýr stjórnarformaður Íslandssjóða Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmadstjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur tekið við stjórnarformennsku í Íslandssjóðum, elsta sjóðstýringarfyrirtæki Íslands. Félagið er í eigu Íslandsbanka. Hún tekur við stöðunni af Tönyu Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech. Viðskipti innlent 12. apríl 2021 11:03
Fyrrverandi pítsusendill verður forstjóri Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn sem forstjóri Domino's Pizza á Íslandi. Tekur hann við af Birgi Erni Birgissyni, sem hefur verið forstjóri frá árinu 2011. Magnús hefur sinnt flestum störfum innan Domino's í gegnum árin en hann hóf fyrst störf þar árið 1999 sem pítsusendill. Viðskipti innlent 12. apríl 2021 10:39
Sigurjón tekur við af Eybjörgu hjá SFV Sigurjón Norberg Kjærnested hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann hefur störf í júní. Viðskipti innlent 9. apríl 2021 13:50
Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. Innlent 9. apríl 2021 09:06
Ráðin í starf markaðsstjóra Flugakademíunnar Alexandra Tómasdóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Flugakademíu Íslands. Alexandra starfaði áður sem markaðsstjóri Private Travel þar sem hún hóf störf árið 2016. Viðskipti innlent 8. apríl 2021 13:14
Edda nýr framkvæmdastjóri hjá BYKO Edda Blumenstein hefur verið ráðin framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO. Viðskipti innlent 8. apríl 2021 11:40
Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, nýjan formann Matvælasjóðs. Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem réð sig nýverið til starfa hjá Brimi. Viðskipti innlent 7. apríl 2021 14:49
Farinn til RB eftir nítján ár hjá Valitor Stefán Ari Stefánsson hefur verið ráðinn í starf mannauðsstjóra RB. Viðskipti innlent 7. apríl 2021 14:38
Jón Viðar gætir fasteigna Róberts Wessman Jón Viðar Guðjónsson byggingartæknifræðingur hefur verið ráðinn verkefnastjóri fasteigna Aztiq. Viðskipti innlent 6. apríl 2021 13:56
Ingi skólastjóri kveður Verzló Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. Innlent 1. apríl 2021 10:24
Þorsteinn nýr forstjóri Hafró Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar – rannsóknar- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Innlent 31. mars 2021 13:53
Erling aftur til Deloitte Erling Tómasson hefur verið ráðinn aftur til starfa hjá Deloitte á Íslandi og verið tekinn inn í eigendahóp Deloitte. Hann hefur að undanförnu starfað hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte í Svíþjóð. Viðskipti innlent 31. mars 2021 08:27
Andri og Gerður til liðs við aha.is Aha.is hefur ráðið þau Gerði Guðnadóttur og Andra Davíð Pétursson til starfa. Gerður hefur verið ráðin markaðsstjóri og mun bera ábyrgð á markaðsmálum félagsins. Andri hefur verið ráðinn í stöðu tengiliðar við veitingastaði. Viðskipti innlent 30. mars 2021 19:19
Svana og Davíð til Datera Svana Úlfarsdóttir og Davíð Arnarson hafa verið ráðin til starfa hjá gagnadrifna birtingafyrirtækinu Datera. Viðskipti innlent 30. mars 2021 14:10
Ráðin til YAY Sigríður Inga Svarfdal og Björn Ingi Björnsson hafa verið ráðin til YAY. Viðskipti innlent 30. mars 2021 10:36
Áslaug, Ástráður, Kjartan Bjarni og Skúli vilja verða næsti umboðsmaður Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson dómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon dómari hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Innlent 29. mars 2021 13:43
Aldís ráðin forstöðumaður Hafnarborgar Aldís Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafnarborgar – menningar - og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Menning 26. mars 2021 16:57
Þórarinn er nýr formaður Sameykis Þórarinn Eyfjörð er nýr formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Hann tekur við stöðunni af Árna Stefáni Jónssyni. Viðskipti innlent 26. mars 2021 10:04
Skúli tekur við af Símoni sem dómstjóri Skúli Magnússon hefur verið skipaður dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með næstu mánaðamótum. Skúli tekur við stöðunni af Símoni Sigvaldasyni, sem var á dögunum skipaður dómari við Landsrétt. Innlent 26. mars 2021 06:55
Birkir tekur við af Valgeiri hjá VÍS Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi hjá VÍS. Valgeir M. Baldursson, fráfarandi framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi, sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu, en hann hefur ráðið sig sem forstjóri Terra. Viðskipti innlent 25. mars 2021 10:03
Gunnar Örn nýr lögreglustjóri á Vesturlandi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi. Innlent 23. mars 2021 12:15
Jóhann Gunnar tekur við af Þórunni í tvo mánuði Þórunn Sveinbjarnardóttir, fráfarandi formaður Bandalags háskólamanna (BHM), hefur gert samkomulag við stjórn BHM um starfslok sín en tilkynnt var í febrúar að hún myndi ekki bjóða sig fram á næsta aðalfundi. Innlent 22. mars 2021 15:48
Ráðin forstöðumaður Loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Loftlags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viðskipti innlent 22. mars 2021 14:53
Tobba Marínós hættir sem ritstjóri DV Tobba Marínósdóttir er hætt sem ritstjóri DV. Hún greindi samstarfsfólki sínu hjá Torgi frá því upp úr hádegi í dag. Hringbraut greinir frá. Hún ætlar að snúa sér alfarið að matvælarekstri með móður sinni. Viðskipti innlent 22. mars 2021 13:49
Ráðinn fjármálastjóri Securitas Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Securitas. Viðskipti innlent 22. mars 2021 10:06
Viðar nýr framkvæmdastjóri Kaptio Viðar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio. Hann hefur starfað við alþjóðlega hugbúnaðargerð síðastliðin fimmtán ár. Viðskipti innlent 22. mars 2021 09:08
Kristján Þór nýr framkvæmdastjóri Landsbjargar Kristján Þór Harðarson, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann mun taka við starfinu þann 1. apríl. Innlent 21. mars 2021 14:19
Sif Gunnarsdóttir ráðin nýr forsetaritari Sif Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í embætti forsetaritara og hefur hún störf í vor þegar Örnólfur Thorsson hættir. Innlent 19. mars 2021 15:07
Ráðinn framkvæmdastjóri Bláma Þorsteinn Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bláma, samstarfsverkefnis Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Viðskipti innlent 19. mars 2021 11:42