Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Kristján Arnar Ingason í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10.10.2025 13:12
Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10.10.2025 13:08
Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Hrafn Splidt Þorvaldsson var kjörinn nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna á 50. Sambandsþingi þess síðastliðna helgi. Hann tekur við af Gunnari Ásgrímssyni sem gaf ekki kost á sér aftur eftir tveggja ára formennsku. Innlent 9.10.2025 11:33
Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Eva Brink hefur verið ráðin forstöðumaður rekstrarstýringar hjá Icelandair og Guðrún Olsen hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og umbreytinga. Viðskipti innlent 3. október 2025 12:59
Davíð Ernir til liðs við Athygli Davíð Ernir Kolbeins hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli þar sem hann mun leiða þróun gervigreindarlausna á sviði almannatengsla og samskipta. Viðskipti innlent 3. október 2025 10:01
Ragnhildur tekur við Kveik Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, hefur verið ráðin ritstjóri Kveiks og mun hefja störf um miðjan október. Hún segist þó munu sakna Heimildarinnar. Innlent 2. október 2025 18:32
Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Staða framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair hefur verið lögð niður og tvö svið sem heyrðu undir hann heyra nú beint undir forstjóra. Samhliða því taka Leifur Guðmundsson og Arnar Már Magnússon sæti í framkvæmdastjórn. Arnar Már var einn af stofnendum Play og gengdi bæði stöðu forstjóra og framkvæmdastjóra rekstrar þar á bæ. Viðskipti innlent 2. október 2025 11:28
Eiríkur Orri til Ofar Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Eirík Orra Agnarsson sem viðskiptastjóra nýs sviðs, Heilbrigðislausna, þar sem hann mun meðal annars leiða uppbyggingu og starfsemi Canon Medical á Íslandi. Viðskipti innlent 2. október 2025 09:53
Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sett Eggert Benedikt Guðmundsson tímabundið í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar en núverandi forstjóri stofnunarinnar hefur óskað eftir leyfi út sinn skipunartíma sem er til marsloka næsta árs. Innlent 1. október 2025 13:46
Ásgeir og Darri til Landslaga Þeir Ásgeir Elíasson og Darri Sigþórsson hafa varið ráðnir til lögmannsstofunnar Landslaga. Þar bætast þeir í hóp átján lögmanna og lögfræðinga sem starfa þar. Viðskipti innlent 1. október 2025 10:11
Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Alfreð hefur ráðið Elsu Thorsteinsson sem nýjan markaðs- og sölustjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 29. september 2025 10:13
Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Gerður Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Fyrrverandi sveitarstjóri, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, hefur þegar lokið störfum og Gerður tekin við. Innlent 26. september 2025 18:53
Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Steinþór Pálsson hefur verið ráðinn forstjóri Thor landeldis. Viðskipti innlent 26. september 2025 12:31
Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Edda María Birgisdóttir hefur verið ráðin til að leiða nýja, stafræna markaðsþjónustu vefstofunnar Vettvangs. Edda María starfaði áður hjá frá Ístex hf. sem viðskiptastjóri og sá um markaðsmál og dótturfyrirtækið, Lopidraumur. Viðskipti innlent 25. september 2025 19:05
Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Guðný Halldórsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Íslandsbanka og Kristófer Orri Pétursson hefur hafið störf í gjaldeyrismiðlun sama banka. Viðskipti innlent 25. september 2025 13:15
Rúna nýr innkaupastjóri Banana Rúna Sigurðardóttir hefur verið ráðin innkaupastjóri Banana, dótturfélags Haga hf. og hefur þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 24. september 2025 09:53
Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Eldar Ástþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Faxaflóahafna en þangað fór hann frá CCP. Þar starfaði Eldar að kynningar- og markaðsmálum í yfir áratug og síðustu ár sem aðal vörumerkjastjóri. Hann hefur þar að auki leitt markaðs- og kynningarstörf hjá Iceland Airwavex, nýsköpunarfyrirtækinu Gogoyoko og Forlaginu. Viðskipti innlent 24. september 2025 09:34
Bætist í eigendahóp Strategíu Unnur Helga Kristjánsdóttir hefur bæst í hóp eiganda ráðgjafafyrirtækisins Strategía. Viðskipti innlent 23. september 2025 14:44
Guðrún til Landsbankans Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 23. september 2025 12:37
Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Advania hefur ráðið Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra. Viðskipti innlent 22. september 2025 11:18
Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til starfa hjá Símanum. Hjörtur Þór Steindórsson tekur við starfi fjármálastjóra fyrirtækisins og þá hefur Sæunn Björk Þorkelsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Viðskipti innlent 22. september 2025 09:42
Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Nýr listrænn stjórnandi spunaleikhópsins Improv Ísland segir sig sjálfa vera eins konar listrænn skipulagspésa. Eftir að hafa fellt tár í fyrsta skipti sem hún prófaði spunaleik er hún mætt í listrænt teymi heils spunasamfélags. Lífið 21. september 2025 14:04
Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Emmessís hefur ráðið Ara Friðfinnsson sem markaðsstjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19. september 2025 11:35
Hörður og Svala endurvekja Macland Hörður Ágústsson, stofnandi Macland, segir fyrirtækið komið aftur í sínar hendur þremur árum eftir að hann hætti öllum afskiptum af því. „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg. Í hvaða formi og hvenær er enn óljóst,“ segir hann jafnframt. Viðskipti innlent 19. september 2025 10:54