Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu forstöðu. Starfar hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta. Viðskipti innlent 28.10.2025 10:06
Jónas Már til Réttar Lögmannsstofan Réttur hefur ráðið Jónas Má Torfason sem sérhæfðan ráðgjafa með áherslu á ráðgjöf á sviði banka-, fjármála- og fyrirtækjaréttar. Viðskipti innlent 28.10.2025 09:08
Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Embætti ríkislögreglustjóra hefur ráðið Þórunni Óðinsdóttir, eiganda Intra ráðgjöf, tímabundið í fullt starf samkvæmt tilkynningu. Fréttirnar koma í kjölfar umfjöllunar um að fyrirtæki Þórunnar hefði fengið hátt í tvö hundruð milljónir króna á átta árum greiddar fyrir ráðgjöf sína, en ráðgjöfin fólst meðal annars í skreppitúrum í Jysk. Innlent 27.10.2025 22:46
Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent 24.10.2025 16:03
Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Eyvindur G. Gunnarsson verði skipaður dómari við Landsrétt. Innlent 21. október 2025 15:22
Ragnhildur til Datera Ragnhildur Pétursdóttir er nýr birtingaráðgjafi hjá Datera. Ragnhildur kemur frá auglýsingastofunni EnnEmm. Viðskipti innlent 21. október 2025 11:33
Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Sigríður Erla Sturludóttir hefur sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Nú hafa fjórir starfsmenn ýmist sagt upp eða verið sagt upp störfum síðan Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir þingflokkinn, sem hún sat á þingi fyrir í fjölda ára. Innlent 20. október 2025 14:05
Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Aðalheiður Ámundadóttir er gengin til liðs við Gímaldið, nýjan fjölmiðil sem hleypt verður úr vör innan skamms. Viðskipti innlent 17. október 2025 10:25
Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Sex sóttu um embætti löreglustjórans á Suðurnesjum. Embættið var auglýst laust til umsóknar eftir að Úlfar Lúðvíksson sagði upp störfum. Innlent 16. október 2025 21:01
Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Hopp Reykjavíkur, sem sér um starfsemi Hopp á höfuðborgarsvæðinu. Kristín tekur við keflinu af Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur. Sæunn tekur við sem stjórnarformaður Hopp Reykjavíkur. Viðskipti innlent 14. október 2025 12:36
Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Sæmundur Friðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni við Háskólann í Reykjavík. Hann hóf störf í júní síðastliðnum að því er segir í tilkynningu frá háskólanum. Viðskipti innlent 13. október 2025 10:58
Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Kristján Arnar Ingason í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10. október 2025 13:12
Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10. október 2025 13:08
Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Hrafn Splidt Þorvaldsson var kjörinn nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna á 50. Sambandsþingi þess síðastliðna helgi. Hann tekur við af Gunnari Ásgrímssyni sem gaf ekki kost á sér aftur eftir tveggja ára formennsku. Innlent 9. október 2025 11:33
Frá Reitum til Atlas verktaka Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Atlas verktaka og hóf störf í október. Viðskipti innlent 9. október 2025 07:47
Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Rannveig Rist hyggst láta af störfum sem forstjóri ISAL í Straumsvík í maí eftir þrjátíu ár í forstjórastól. Rannveig greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Linkedin. Viðskipti innlent 8. október 2025 16:14
Einar hættir af persónulegum ástæðum Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hann gerði það af persónulegum ástæðum. Viðskipti innlent 6. október 2025 13:11
Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Stjórn Húsasmiðjunnar hefur ráðið Birnu Ósk Einarsdóttur sem forstjóra félagsins. Hún tekur við starfinu af Árna Stefánssyni sem lét af störfum í maí eftir tólf ára starf. Viðskipti innlent 6. október 2025 11:13
Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Jón Skafti Kristjánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta á viðskiptavinasviði Póstsins þar sem hlutverk hans verður að efla erlend viðskiptasambönd. Viðskipti innlent 6. október 2025 10:17
Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Anna Bára Teitsdóttir og Ari Elísson hafa verið ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement. Anna Bára tekur við sviði markaðs- og viðskiptaþróunar og Ari tekur við framleiðslusviði. Viðskipti innlent 6. október 2025 08:29
Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Eva Brink hefur verið ráðin forstöðumaður rekstrarstýringar hjá Icelandair og Guðrún Olsen hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og umbreytinga. Viðskipti innlent 3. október 2025 12:59
Davíð Ernir til liðs við Athygli Davíð Ernir Kolbeins hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli þar sem hann mun leiða þróun gervigreindarlausna á sviði almannatengsla og samskipta. Viðskipti innlent 3. október 2025 10:01
Ragnhildur tekur við Kveik Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, hefur verið ráðin ritstjóri Kveiks og mun hefja störf um miðjan október. Hún segist þó munu sakna Heimildarinnar. Innlent 2. október 2025 18:32
Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Staða framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair hefur verið lögð niður og tvö svið sem heyrðu undir hann heyra nú beint undir forstjóra. Samhliða því taka Leifur Guðmundsson og Arnar Már Magnússon sæti í framkvæmdastjórn. Arnar Már var einn af stofnendum Play og gengdi bæði stöðu forstjóra og framkvæmdastjóra rekstrar þar á bæ. Viðskipti innlent 2. október 2025 11:28
Eiríkur Orri til Ofar Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Eirík Orra Agnarsson sem viðskiptastjóra nýs sviðs, Heilbrigðislausna, þar sem hann mun meðal annars leiða uppbyggingu og starfsemi Canon Medical á Íslandi. Viðskipti innlent 2. október 2025 09:53